Fara í efni

Hvetjum félagsmenn BGS að skrá sig

Fréttir
Aðgengilegt fyrir félagsmenn Bílgreinasambandsins 

Félagasvæði á innri vef SVÞ fór í loftið í lok síðasta sumars og getur félagsfólk þeirra nú nálgast þar upptökur af viðburðum og fyrirlestrum, auk annars gagnlegs efnis. Á innri vefnum eru nú hvorki meira né minna en 67 fyrirlestrar og viðtöl aðgengileg og sífellt bætist vil. Aðgangur að svæðinu er nú í boði fyrir félagsmenn Bílgreinasambandsins. Við hvetjum alla félagsmenn til að skrá sig og fá þar með aðgang að því fræðsluefni sem í boði er með því að smella hér.

Þróun og nýting starfrænnar tækni í verslun og þjónustu 

SVÞ, VR og HR hafa tekið höndum saman og vinna nú að því að koma á samstarfsvettvangi til vitundarvakningar, upplýsingagjafar og eflingar stafrænnar hæfni í íslensku atvinnulíf og á vinnumarkaði.

Sett hefur verið upp upplýsingasíða fyrir verkefnið á stafraent.is auk þess sem, finna má upplýsingar á Facebook.com/stafraent.is og Instagram.com/stafraent.is.

Nýlega birtu formenn VR og SVÞ sameiginlega grein á Vísi um verkefnið. Greinina má lesa hér.