Fara í efni

Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla

Fréttir

Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tekur í dag í notkun fyrstu hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hér á landi. Hún verður við höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1.

Stöðin er sú fyrsta af tíu sem komið verður upp á næstu mánuðum á sunnan- og vestanverðu landinu. Átak Orku náttúrunnar er í samstarfi við B&L og Nissan í Evrópu.

Fyrstu hleðsluna fær Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir sem fer flestra ferða sinna á rafbíl, meðal annars til að sinna heimafæðingum.