Honda hefur átt velgengni að fagna í Bandaríkjunum um árabil og nú er svo komið að Honda CR-V bíllinn er söluhæsti jeppinn þar í landi. Hafa um þúsund eintök af honum selst á dag.
Honda CR-V af árgerðinni 2016 var valinn jeppi ársins af blaðinu Motor Trend fyrr á árinu og hefur það eflaust aukið á vinsældir bílsins. Af honum hafa selst 302.650 eintök í Bandaríkjunum í ár.
Í öðru sæti við mánaðarmótin nóvember-desember er Ford Escape sem farið hefur í 280.609 eintökum á árinu. Hafa vinsældir hans og aukist jafnt og þétt í framhaldi af síðustu endurhönnun bílsins.
Í þriðja sæti á listanum yfir söluhæstu jeppanna vestanhafs er svo Toyota RAV4 sem selst hafði í 244.701 eintökum þegar aðeins mánuður var eftir af árinu. Í fjórða sæti er Chevrolet Equinox (220.944 eintök), í fimmta Nissan Rogue (184.320), í sjötta Ford Explorer (172.707), í sjöunda Jeep Grand Cherokee (166.610), í áttunda Jeep Wrangler (161.325), í níunda Jeep Cherokee (160.793) og í því tíunda Subaru Forester (144.790).
Þar á eftir koma: 11. Toyota Highlander (131.108), 12. Subaru Outback (124.018),
13. Ford Edge (100.924), 14. Honda Pilot (97.378),
15. Chevrolet Traverse (95.289),
16. GMC Terrain (93.984),
17. Mazda CX-5 (91.401),
18. Chevrolet Tahoe (86.467),
19. Dodge Journey (85.151) og
20. Jeep Patriot (84,028
mbl.is segir frá.