Fara í efni

Honda CR-V á topp­inn

Fréttir

Honda hef­ur átt vel­gengni að fagna í Banda­ríkj­un­um um ára­bil og nú er svo komið að Honda CR-V bíll­inn er sölu­hæsti jepp­inn þar í landi. Hafa um þúsund ein­tök af hon­um selst á dag. 

Honda CR-V af ár­gerðinni 2016 var val­inn jeppi árs­ins af blaðinu Motor Trend fyrr á ár­inu og hef­ur það ef­laust aukið á vin­sæld­ir bíls­ins. Af hon­um hafa selst 302.650 ein­tök í Banda­ríkj­un­um í ár. 

Í öðru sæti við mánaðar­mót­in nóv­em­ber-des­em­ber er Ford Escape sem farið hef­ur í 280.609 ein­tök­um á ár­inu. Hafa vin­sæld­ir hans og auk­ist jafnt og þétt í fram­haldi af síðustu end­ur­hönn­un bíls­ins.

Í þriðja sæti á list­an­um yfir sölu­hæstu jepp­anna vest­an­hafs er svo Toyota RAV4 sem selst hafði í 244.701 ein­tök­um þegar aðeins mánuður var eft­ir af ár­inu. Í fjórða sæti er Chevr­olet Equin­ox (220.944 ein­tök), í fimmta Nis­s­an Rogue (184.320), í sjötta Ford Explor­er (172.707), í sjö­unda Jeep Grand Cherokee (166.610), í átt­unda Jeep Wrangler (161.325), í ní­unda Jeep Cherokee (160.793) og í því tí­unda Su­baru For­ester (144.790).

Þar á eft­ir koma: 11. Toyota Highland­er (131.108), 12. Su­baru Out­back (124.018), 
13. Ford Edge (100.924), 14. Honda Pi­lot (97.378), 
15. Chevr­olet Tra­verse (95.289), 
16. GMC Terrain (93.984), 
17. Mazda CX-5 (91.401), 
18. Chevr­olet Tahoe (86.467), 
19. Dod­ge Jour­ney (85.151) og 
20. Jeep Pat­riot (84,028

mbl.is segir frá.