Fara í efni

Heimsókn og fyrirlestur frá Eric Le Gendre

Fréttir
María Jóna Magnúsdóttir frkv.stj. BGS og Eric Le Gendre
María Jóna Magnúsdóttir frkv.stj. BGS og Eric Le Gendre

Nú í vikunni fékk BGS góða heimsókn frá Eric Le Gendre, en Eric er margreyndur þegar kemur að bílabransanum í Evrópu og raunar um heim allan. Hann er m.a. fyrrum frumkvöðull og framkvæmdastjóri hjá bæði Peugot-Citroën og SEAT til fjölda ára – en síðan 2012 hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi til fyrirtækja og samtaka innan bílgreinarinnar. Með honum í för var einnig Jean-Marie Jeunehomme sem er stjórnandi hjá Citroën/DS á Martinique eyju í karabíska hafinu.

Af þessu tilefni hélt Eric fyrirlestur fyrir félagsmenn BGS í húsi atvinnulífsins sem var titlaður „Evolutions and Disruptions in the Automotive Sector“ og eins og nafnið gefur til kynna þá fjallaði fyrirlesturinn um þær breytingar sem hafa orðið, eru að gerast, og munu eiga sér stað innan bílgreinarinnar í framtíðinni. Efnið var verulega áhugavert og eitthvað fyrir alla innan bílgreinarinnar til að hugsa um. En helsta ástæða heimsóknar Eric var að kynna sér bílamarkaðinn á Íslandi, sem og að hitta hérlenda aðila innan greinarinnar til að kynna sína sérþekkingu og ráðgjafaþjónustu. Hafði hann í þessum tilgangi samband við BGS til að fá ítarlega kynningu og fræðslu um markaðinn, sem starfsfólk BGS veitti að sjálfsögðu með glöðu geði á góðum fundi með þeim félögum.

Jean-Marie hafði einnig sérstakan áhuga á að fræðast um markaðinn hér, og var hann þá m.a. að horfa til þátta eins og þróun á sölu og innviðum vegna rafmagnsbíla, því þótt Ísland og Martinique séu að mörgu leyti mjög ólíkir staðir þá eru þetta engu að síður bæði eyjur og með svipaðan íbúafjölda og því þótti honum eftirsóknarvert að kynna sér málin hér á landi.

Heimasíða Eric Le Gendre: https://advisory.ericlg.com/

Linkedin síða Eric Le Gendre: https://www.linkedin.com/in/ericlg/