Fara í efni

Haustfundur BGS

Fréttir

Þá styttist í okkar árlega haustfund.

Að þessu sinni verður haustfundurinn haldinn á nýju og glæsilegu verkstæði Bílson að Kletthálsi 9.

Bjarki í Bílson ætlar að sýna gestum verkstæðið og segja okkur frá hugmyndinni á bakvið uppbyggingu þess,hvernig til hefur tekist sem og hver framtíðarsýn hans er á starfsumhverfi sínu.  Einnig verður tækjabúnaðurinn kynntur og verða fulltrúar frá Stillingu á svæðinu og munu þeir sýna það nýjasta sem þeir hafa uppá að bjóða.

Veitingarnar eru ekki af verri endanum en stóra grillið hjá Stillingu verður á svæðinu þar sem grillaðir verða risa hamborgarar ofan í gesti og að sjálfsögðu verður kaldur á kantinum.!

Nú er um að gera að merkja strax við í dagbókinni og taka frá fimmtudaginn 13 nóvember frá kl. 18:00

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst á netfangið bgs@bgs.is eða í síma 568-1550 sem fyrst.