Fara í efni

Góður gangur í nýskráningum

Fréttir

Sala á nýj­um fólks­bíl­um frá 1–28 fe­brú­ar sl. jókst um 26,5% en ný­skráðir  fólks­bíl­ar á þessu tíma­bili voru 632 stk. á móti 495 í sama mánuði 2014 eða aukn­ing um 137 bíla.

Þar af voru 202 bíla­leigu­bíl­ar eða 32% af heild­ar­ný­skrán­ing­um fólks­bíla í mánuðinum, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bíl­greina­sam­band­inu (BGS).

Hlut­fall bíla­leigu­bíla hef­ur minkað í heild­ar­skrán­ing­um þó enn séu þeir stór hluti af ný­skrán­ing­um. Eft­ir­spurn eft­ir bíla­leigu­bíl­um eykst að sama skapi og fjöldi  ferðamanna eykst sem og tíma­bilið er ekki leng­ur aðeins bundið við sum­ar­mánuðina þó svo eft­ir­spurn­in sé mest á þeim tíma. 

Hins veg­ar hef­ur sala til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja verið að aukast bæði á síðasta ári sem og það sem af er þessu ári. 

„Við reikn­um með því að hlut­ur ein­stak­linga í heild­ar­sölu eigi eft­ir að aukast tölu­vert á þessu ári,“ seg­ir  Özur Lárus­son fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins.