Fara í efni

Góða sala á nýjum bílum það sem af er árinu

Fréttir

Sala á nýj­um fólks­bíl­um í nýliðnum apr­íl­mánuði jókst um 18,1% en ný­skráðir fólks­bíl­ar á þessu tíma­bili eru 684 á móti 579 í sama mánuði 2013, sem er aukn­ing um 105 bíla.

Sam­tals hafa verið skráðir 2.257 fólks­bíl­ar á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins og er það 17,8% aukn­ing frá fyrra ári.

Þá hef­ur mik­il aukn­ing verið í sölu at­vinnu­bíla og sem dæmi þá voru ný­skráðir 30 vöru­bíl­ar á tíma­bil­inu 1. janú­ar til 31. mars sl. en á síðasta ári voru þeir 15 á sama tíma­bili.

Alls voru skráðir 204 sendi­bíl­ar og fyrstu þrem mánuðum árs­ins á móti 113 sam­an­borði við sama tíma­bil árið 2013

„Bíla­sala held­ur áfram að aukast og er aukn­ing­in aðallega í sölu til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og reikn­um við með áfram­hald­andi vexti í ný­skrán­ing­um um 15-20%.  Með sterk­ari krónu og mink­andi verðbólgu er verð á nýj­um bíl­um orðið mun hag­stæðara nú en fyr­ir fá­ein­um miss­er­um. Líka hafa öll bílaum­boðin lagt mikið í að ná sem hag­kvæm­ustu samn­ing­um við sína byrgja með góðum ár­angri sem end­ur­spegl­ast í verði nýrra bíla í dag,“ seg­ir Özur Lárus­son fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins.