Fara í efni

Góð sala á nýjum bílum

Fréttir

Sala á nýjum fólksbílum frá 1–31 maí sl. jókst um 51,3% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili eru 2155 á móti 1424 í sama mánuði 2013 eða aukning um 731 bíla.

Samtals hafa verið skráðir 4412 fólksbílar á fyrstu fimm mánuðum ársins og er það 32% aukning frá fyrra ári.  Mikil aukning hefur verið í sölu nýrra bíla á þessu ári og er bílaflotinn að yngjast.  Með því að skipta út gömlum bílum í stað nýrra eykst umferðaröryggi sem og losun á óæskilegum efnum útí andrúmsloftið minkar mikið. Nýir bílar eru bæði mun eyðslugrennri og búnir betri öryggisbúnaði en þeir sem eldir eru.

Aukningin í bílasölu er að miklu leiti í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknum við með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%.  Með sterkari krónu og minkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fáeinum misserum. segir  Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.