Fara í efni

Glæ­nýtt og ferskt rúg­brauð

Fréttir

Frétt af mbl.is

Fá far­ar­tæki eru sveipuð jafn mik­illi fortíðarþrá og Volkswagen T1, bíll­inn sem Íslend­ing­um er tam­ast að kalla ein­fald­lega „rúg­brauð“ í takt við lög­un­ina sem helst minn­ir á formbrauðshleif.

Síðustu rúg­brauðin rúlluðu af færi­band­inu í Bras­il­íu á gaml­árs­dag 2013, og hétu þá T3, og síðan hafa þess­ir ást­sælu smá­vagn­ar ekki verið í fram­leiðslu. Unn­end­ur þeirra eru þó víða og marg­ir láta sig dreyma um að ný kyn­slóð VW T-bíl­anna líti dags­ins ljós og það fyrr en seinna.

Nýj­ar lín­ur, klass­ískt yf­ir­bragð

Þeirra á meðal er hönnuður­inn Dav­id Obendorfer sem hef­ur dundað sér við að teikna upp nú­tíma út­færsl­ur á ýms­um klass­ísk­um bíl­um á borð við Fiat 127 og BMW E9. Hann hef­ur tekið VW rúg­brauðið upp á sína arma og út­kom­an er slík að in­ter­netið hef­ur tekið eft­ir því og það ræki­lega. Eins og glöggt má sjá á mynd­un­um gæt­ir Obendorfer þess að halda í meg­inþætti upp­runa­legu hönn­un­ar­inn­ar – við get­um kallað það „sál­ina“ – en um leið hef­ur all­ur brag­ur bíls­ins verið færður til nú­tím­ans með einkar smekk­leg­um hætti. Meðal þess sem rím­ar við fortíðina eru sveigð horn, kringl­óttu fram­ljós­in sem eru þegar í stað auðþekkj­an­leg sem og aft­ur­ljós­in, staðsetn­ing VW-merk­is­ins á fram­hlið bíls­ins, króm­hlut­ir hér og hvar ásamt því að hið nýja rúg­brauð er málað í tví­lit eins og klass­ík­in var svo þekkt og dáð fyr­ir.

Byggður á grunni T6

Obendorfer hef­ur ein­göngu út­fært yf­ir­bygg­ing­una og inn­rétt­ing­ar, og því ligg­ur ekk­ert fyr­ir um hvernig véla­kost­ur væri aft­an í hon­um þess­um, enda ekki um op­in­bera hug­mynd á veg­um VW að ræða. Þó ligg­ur fyr­ir að mál­in smellpassa á grind­ina af nú­ver­andi VW T6-gerðinni. Þeir í höfuðstöðvun­um í Wolfs­burg myndu því gera rétt í því að skoða þess­ar pæl­ing­ar al­var­lega því Volkswagen T1 Revi­val Concept – eins og mód­elið kall­ast – eru allr­ar at­hygli verðar, svo ekki sé meira sagt.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/04/25/glaenytt_og_ferskt_rugbraud/