B & T rétting og sprautun sem var stofnað árið 2005 og er staðsett að Skemmuvegi 44m. Þeir sérhæfa sig í tjónaviðgerðum á öllum gerðum bifreiða og bjóða einnig upp á mótorhjólaviðgerðir og plastviðgerðir.
Fyrirtækið fékk vottun frá Bílgreinasambandinu árið 2012 og í framhaldi af því fengu þeir 5 stjörnu vottun frá Sjóvá. B & T er með samning við öll tryggingarfélögin og notast við Cabas tjónamatskerfið.
Starfsmenn B & T eru 4 talsins og leggja natni sína við að veita viðskiptavinum sínum faglega og góða þjónustu. Þeir eru duglegir að sækja sér endurmenntun og tileinka sér þær nýjungar sem í boði eru.
Starfsmennirnir sjá um að tjónaskoða og vera í samskiptum við viðkomandi tryggingafélög viðskiptavinum sínum til þæginda og útvega bílaleigubíl sé þess óskað.
Á verkstæðinu er notast við hágæða vatnslökk frá Sikkens og hefur verkstæðið yfir að ráða Autorobot réttingarbekk og Omia sprautuklefa.
Verið velkomin til okkar að Skemmuvegi 44m eða hafðu samband í síma 578-5070. Opnunartíminn er alla virka daga frá 8-17.