Fara í efni

Fyrirtæki mánaðarins

Fréttir

Fyrirtæki júnímánaðar er Bílaþjónusta Péturs, Vallholti 17, Selfossi.

 

Bílaþjónusta Péturs er alhliða viðgerðaverkstæði og smurstöð.

Fyrirtækið var stofnað í ágúst 1979 og gátu menn þar fengið pláss, tæki og tól leigð út til að gera við sína bíla sjálfir ásamt almennum viðgerðum sem starfsmenn fyrirtækisins veittu. Nokkrum árum seinna breyttist fyrirtækið í núverandi horf, almennar viðgerðir, smurþjónustu og varahlutasölu. 

 

Árið 1995 tóku bræðurnir Hjörtur Leví og Kristján Karl Péturssynir við rekstir Bílaþjónustu Péturs og starfa nú fjórir menn hjá fyrirtækinu í dag. 

 

Árið 2007 voru gerðar útlitsbreytingar á fyrirtækinu og frábær aðstaða fyrir viðskiptavini okkar var byggð við verkstæðið við góðar undirtektir frá þeim. 

 

Bílaþjónusta Péturs er með þjónustuumboð fyrir fjölmörg bílaumboð, svo sem BL., Brimborg, Bílabúð Benna, Suzuki og Bernhard.

Fyrirtækið hefur upp á að bjóða allan hinn fullkomna tækjabúnað sem völ er á fyrir rekstur bifreiðaverkstæðis, svo sem hemlaprófara, stillitölvur og bilanagreina fyrir allmargar bílategundir, ljósastillingar ofl. Við erum með endurskoðunarréttindi og sérhæfum við okkur einnig í bilanagreiningu fyrir td. Chevrolet - Subaru - Nissan - Opel – Volvo - Ford