Fara í efni

Frum­sýna Suzuki S-Cross Diesel

Fréttir

Suzuki umboðið frum­sýn­ir nýj­an fjór­hjóla­drif­inn og sjálf­skipt­an Suzuki S-Cross dísil­bíl á laug­ar­dag­inn kem­ur, 21. nóv­em­ber, frá kl. 13 - 16, í Skeif­unni 17.  

Fram til ára­móta fylg­ir 230 þúsund króna kaupauki öll­um S-Cross bíl­um. Í  pakk­an­um er 100 þús. kr. eldsneyt­iskort, vetr­ar­dekk og mott­ur. 
„Suzuki S-Cross er bíll sem set­ur ný viðmið í jepp­linga­flokki. S-Cross er ein­stak­lega rúm­góður og með eitt stærsta far­ang­urs­rými í sín­um stærðarflokki. Meðaleyðslan er mjög lág, aðeins 4,5 lítr­ar á hundraðið (dísil, sjálf­skipt­ur) og 5,7 lítr­ar á hundraðið (bens­ín­vél, sjálf­skipt­ur-CVT). 

S-Cross fæst í GL+ og GLX út­gáfu, ým­ist fram- eða fjór­hjóla­drif­inn. Bein­skipt­ur eða sjálf­skipt­ur (CVT) með 1,6 líra bens­ín­vél og sjálf­skipt­ur 6 þrepa með 1,6 lítra dísil­vél,“ seg­ir í til­kynn­ingu um frum­sýn­ing­una.

ALL­GRIP 4x4 fjór­hjóla­drif­stækni Suzuki er sögð skila ríkri akst­urs­ánægju og um leið meiri spar­neytni en áður. Fjór­hjóla­drifs­kerfið býður uppá fjór­ar mis­mun­andi akst­urs­still­ing­ar, (sjálf­virka still­ingu, sport­still­ingu, akst­ur í snjó og læs­ingu) sem er stjórnað með ein­föld­um 
þrýsti-og snún­ings­rofa í mæla­borð. 

Verð á sjálf­skipt­um S-Cross Diesel er frá 5.380.000.-