Suzuki umboðið frumsýnir nýjan fjórhjóladrifinn og sjálfskiptan Suzuki S-Cross dísilbíl á laugardaginn kemur, 21. nóvember, frá kl. 13 - 16, í Skeifunni 17.
Fram til áramóta fylgir 230 þúsund króna kaupauki öllum S-Cross bílum. Í pakkanum er 100 þús. kr. eldsneytiskort, vetrardekk og mottur.
„Suzuki S-Cross er bíll sem setur ný viðmið í jepplingaflokki. S-Cross er einstaklega rúmgóður og með eitt stærsta farangursrými í sínum stærðarflokki. Meðaleyðslan er mjög lág, aðeins 4,5 lítrar á hundraðið (dísil, sjálfskiptur) og 5,7 lítrar á hundraðið (bensínvél, sjálfskiptur-CVT).
S-Cross fæst í GL+ og GLX útgáfu, ýmist fram- eða fjórhjóladrifinn. Beinskiptur eða sjálfskiptur (CVT) með 1,6 líra bensínvél og sjálfskiptur 6 þrepa með 1,6 lítra dísilvél,“ segir í tilkynningu um frumsýninguna.
ALLGRIP 4x4 fjórhjóladrifstækni Suzuki er sögð skila ríkri akstursánægju og um leið meiri sparneytni en áður. Fjórhjóladrifskerfið býður uppá fjórar mismunandi akstursstillingar, (sjálfvirka stillingu, sportstillingu, akstur í snjó og læsingu) sem er stjórnað með einföldum
þrýsti-og snúningsrofa í mælaborð.
Verð á sjálfskiptum S-Cross Diesel er frá 5.380.000.-