Fara í efni

Frum­sýna Chevr­olet COPO Camaro

Fréttir

Ný kyn­slóð af Chevr­olet Camaro, COPO Camaro, verður kynnt til sög­unn­ar á SEMA-bíla­sýn­ing­unni sem hófst í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um í dag, þriðju­dag og stend­ur fram á föstu­dag.

Hér er um að ræða nokk­urs kon­ar millistig þar til ný kyn­slóð Camaro kem­ur á göt­una en það mun eiga sér stað þegar nokkuð verður liðið á næsta ár.

Vegna þess hef­ur nú­ver­andi mód­el meðal ann­ars fengið and­lits­lyft­ingu. Chevr­olet COPO Camaro er byggður á fimmtu kyn­slóð Camaro.

Kaup­end­ur hans geta valið úr ýms­um vél­ar­stærðum, ým­ist með eða án forþjöppu. Allt frá LS-fjöl­skyld­unni, 350, 396 og 427. Við frum­sýn­ing­una í Las Vegas verður í bíln­um 5,7 lítra LSX V8-vél með 2,9 lítra Whipple forþjöppu. 

Aðeins 69 ein­tök af bíln­um verða smíðuð og það að öllu leyti í hönd­un­um, eins og þar seg­ir, í Kan­ada.