Ný kynslóð af Chevrolet Camaro, COPO Camaro, verður kynnt til sögunnar á SEMA-bílasýningunni sem hófst í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag, þriðjudag og stendur fram á föstudag.
Hér er um að ræða nokkurs konar millistig þar til ný kynslóð Camaro kemur á götuna en það mun eiga sér stað þegar nokkuð verður liðið á næsta ár.
Vegna þess hefur núverandi módel meðal annars fengið andlitslyftingu. Chevrolet COPO Camaro er byggður á fimmtu kynslóð Camaro.
Kaupendur hans geta valið úr ýmsum vélarstærðum, ýmist með eða án forþjöppu. Allt frá LS-fjölskyldunni, 350, 396 og 427. Við frumsýninguna í Las Vegas verður í bílnum 5,7 lítra LSX V8-vél með 2,9 lítra Whipple forþjöppu.
Aðeins 69 eintök af bílnum verða smíðuð og það að öllu leyti í höndunum, eins og þar segir, í Kanada.