Fara í efni

Ford Focus besti notaði bíll­inn

Fréttir

Öðru sinni á þrem­ur árum hef­ur Ford hlotn­ast tit­ill­inn besti notaði bíll árs­ins í vali bíla­rits­ins What Car?

Í ár varð Ford Focus fyr­ir val­inu en í hitteðfyrra, 2012, féll heiður­inn í skot Ford Fiesta.

Fiest­an fór ekki verðlauna­laus af hólmi því í ár valdi tíma­ritið hana sem besta notaða smá­bíl­inn. Hlaut bíll­inn þá viður­kenn­ingu einnig 2011 og 2012.

Til að hnykkja á vali Focus sem bíl árs­ins í flokki notaðra bíla var hann jafn­framt í fjórða sinn á átta árum val­inn besti notaði fjöl­skyldu­bíll­inn.

Alls hlaut Ford fjóra titla í viður­kenn­ing­um What Car? fyr­ir notaða bíla í ár. Hef­ur Ford hlotið að minnsta kosti ein verðlaun í vali bíla­rits­ins hvert síðastliðinna sjö ára.