Fara í efni

Fólksbílasala eykst í löndum Evrópusambandsins um 8,7% í október.

Fréttir

Í október jókst sala fólksbíla í löndum Evrópusambandsins um 8,7% og náði 1.177.746 skráðum bílum. Þetta var hæsti októbermánuð sem mælst hefur síðan 2009. Í sama mánuði í fyrra féllu skráningar um 7,3% eftir að WLTP próf tóku gildi sem setti lágt viðmið til samanburðar fyrir árið 2019. Fyrir vikið voru sölutölur í nær öllum ESB-ríkjum hærri í október, að Kýpur og Bretlandi undanskildum.

Fjórir af fimm helstu mörkuðum Evrópusambandsins hækkuðu mikið milli ára, Þýskaland (+12,7%), Frakkland (+8,7%), Ítalía (+6,7%) og Spánn (+6,3%) en dróst saman bílasala í Bretlandi (–6,7% ).

Þegar horft er til fyrstu 10 mánaða ársins er fólksbílasala í löndum Evrópusambandsins um 0,7% lægri en árið 2018. Þrátt fyrir aukna eftirspurn í september og október í Evrópu er Þýskaland (+3,4%) eina stóra markaðssvæðið þar sem vöxtur er milli ára.