Fara í efni

Fleiri bíl­ar en færri bíla­lán

Fréttir

 

Frétt af mbl.is 

Þrátt fyr­ir að bílainn­flutn­ing­ur hafi stór­auk­ist á síðasta ári er minna um lán­veit­ing­ar og lán­in eru lægri. „Fólk stíg­ur var­leg­ar til jarðar,“ seg­ir Har­ald­ur Ólafs­son, for­stöðumaður út­lána­sviðs hjá Ergo.

Tíðar frétt­ir ber­ast af auk­inni bíla­sölu og er hægt að segja að töl­urn­ar séu farn­ar að líkj­ast því sem sást fyr­ir hrun. Sam­kvæmt Bíl­greina­sam­bandi Íslands voru alls flutt­ir inn 9.207 bíl­ar á fyrstu fimm mánuðum árs­ins sam­an­borið við 6.208 bíla á sama tíma í fyrra. Alls voru flutt­ir inn 9.536 bíl­ar á ár­inu 2014 og er því ljóst að ein­ung­is inn­flutn­ing­ur­inn á fyrstu fimm mánuðum árs­ins er nán­ast á pari við allt árið 2014.

Har­ald­ur bend­ir á að fyr­ir hrun hafi jafn­an verið talað um að um 70 pró­sent af bíla­kaup­um væru láns­fjár­mögnuð en tel­ur hann hlut­fallið vera nær 45 pró­sent­um í dag. „Fólk er mjög meðvitað,“ seg­ir hann. „Þetta eru lág hlut­föll og fólk kýs frem­ur skamm­an láns­tíma til að eign­ast bíl­inn hraðar.“

„Markaður­inn stíg­ur var­lega til jarðar og það er hið besta mál fyr­ir alla,“ seg­ir Har­ald­ur.

Bílainn­flutn­ing­ur hef­ur aft­ur stór­auk­ist en stór hluti þess fer beint á bíla­leigu lands­ins. Ein­tök­in rata síðan á al­menn­an markað eft­ir um það bil tvö ár.

Mik­il end­ur­nýj­un­arþörf

 

Þá seg­ir hann það jafn­an gleym­ast í umræðunni að auk­inn bílainn­flutn­ing­ur sé að miklu leyti knú­inn áfram af bíla­leig­um sem hafa þurft að styrkja flot­ann sök­um auk­ins fjölda ferðamanna. „Þegar við erum ein­ung­is að tala um al­menna eða fyr­ir­tækja­markaðinn eru þeir langt frá því að vera í sögu­legu há­marki.“ Har­ald­ur bæt­ir þó við að bíla­leigu­bíl­arn­ir fari að lok­um út á ein­stak­lings­markaðinn en tel­ur hann markaðinn vel geta tekið við því sök­um mik­ill­ar end­ur­nýj­un­arþarfar.

Al­gengt hef­ur verið að bíla­leigu­bíl­ar séu seld­ir út á al­menna markaðinn við tveggja ára ald­ur en á þeim tíma jafn­ast notk­un þeirra á við það sem al­mennt ger­ist hjá þriggja til fjög­urra ára göml­um bíl­um. Þeir hafa því jafn­an styttri end­ing­ar­tíma en aðrir bíl­ar og þar með minna vægi í end­ur­nýj­un flot­ans í heild.

Har­ald­ur bend­ir á að gríðarlega marg­ir bíl­ar hafi selst til ein­stak­linga á ár­un­um 2005 til 2008 og vís­ar til þess að Íslend­ing­ar hafi end­ur­nýjað bíla­flota sinn á þess­um árum. Þessi ein­tök séu í dag átta til ell­efu ára göm­ul og flest þeirra enn á göt­unni. 

Á ár­un­um 2009 til 2014 hafi bíla­sala síðan verið afar lít­il og langt und­ir meðaltali. Þetta hafi leitt til þess að meðal­ald­ur bíla­flot­ans hækkaði mikið og er því mik­il end­ur­nýj­un­arþörf fyr­ir­séð. Til frek­ari út­skýr­ing­ar má benda á að árið 2005 seld­ust 16.421 bíll á al­menna markaðnum en árið 2015 seld­ust 7.195 bíl­ar á al­menna markaðnum.

Stór­auk­in kaup hjá bíla­leig­um

Það sem Har­ald­ur seg­ir ein­kenna bíla­markaðinn í dag og í raun al­veg frá ár­inu 2009 er hversu hátt hlut­fall bíla­leigu­bíla er af seld­um nýj­um bíl­um. Hlut­fall bíla­leigu­bíla af öll­um ný­skráðum bíl­um var til dæm­is 43% árið 2015 en 9% árið 2005. Þró­un­in hef­ur haldið áfram á þessu ári og hef­ur sala til bíla­leiga verið stór hluti heild­ar­söl­unn­ar. 

Til að mynda keyptu bíla­leig­ur alls 74,2% allra ný­skráðra bíla í maí sl. og í apríl var hlut­fallið 52,9%.

Hafa ber þó í huga að á fyrri hluta árs eru bíla­leig­ur vana­lega með hærra hlut­fall af seld­um bíl­um þar sem að það er tím­inn sem þær nota til að end­ur­nýja og eða stækka flot­ann fyr­ir sum­arið. Al­menni markaður­inn er svo jafn­ari yfir árið. Spá Ergo fyr­ir 2016 er að hlut­fall bíla­leigu­bíla verði það sama og árið 2015 eða um 43% af öll­um seld­um nýj­um bíl­um.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/06/06/fleiri_bilar_en_faerri_bilalan/