Kia sýnir fjóra nýjar útgáfur af bílum sínum á bílasýningunni í Genf sem hefst í vikunni. Fyrstan ber að nefna Kia GT4 Stinger hugmyndabíllinn sem er með öflugri fjögurra strokka, 2ja lítra vél sem skilar hvorki meira né minna en 315 hestöflum.
Með þessari aflmiklu vél er sportbíllinn með sex gíra beinskiptingu sem skilar öllu aflinu til afturhjólanna. Til að aflið fari ekki til spillis er bíllinn á 275/35R20 Pirelli P-Zero performance hjólbörðum að aftan og 235/35R20 Pirelli P-Zeros að framan. Bíllinn er á 20 tommu álfelgum með miðjubolta. Felgurnar eru með koltrefjainnskotum sem draga enn frekar úr þyngd þeirra og auka styrk.
Kia Soul EV er rafmagnsbíll sem er hábyggður fjölnotabíll í minni millistærð. Bíllinn kom á markað á síðasta ári með bensín- og díselvélum, báðum1,6 lítra, en kemur nú fram í rafmangsútgáfu eins og áður segir. Kia Soul er hábyggðari en fólksbílar af svipaðri stærð. Það þýðir að auðvelt er að stíga inn og út úr honum og sætin eru há og útsýni gott.
Þá mun Kia sýna hinn vinsæla sportjeppa Sportage sem fengið hefur andlitslyftingu og sömuleiðis Kia Optima í Hybrid útfærslu.