Fara í efni

Fjölmennt var á bílasýningu hjá Ís-Band á helginni

Fréttir

Í til­efni af því að Ís-Band, Íslensk-Banda­ríska bif­reiðaum­boð, er orðið umboðs- og þjón­ustaðili Fiat Chrysler á Íslandi, hélt fyr­ir­tækið form­lega opn­un­ar­sýn­ingu um síðstliðna helgi. 

Sýnd­ir voru nýj­ustu jepp­arn­ir frá Jeep og vakti flagg­skip Jeep,  Grand Cherokee Summit Signature mikla at­hygli sýn­ing­ar­gesta, sem og hinn klass­íski Jeep Wrangler.  

Í til­kynn­ingu seg­ir að fólks- og vinnu­bíla­lína Fiat hafi ekki síður vakið at­hygli, Fiat Tipo fólks­bíl­inn sem var val­inn bestu bíla­kaup­in í Evr­ópu 2016 var kynnt­ur í sed­an út­gáfu, en hlaðbaks og stall­baks út­færsl­ur hans verða fá­an­leg­ar í vor.  All­ir nýir Fiat bíl­ar sem í boði hjá Ís-Band eru, eru með 5 ára ábyrgð.

Tæp­lega tvö þúsund gest­ir munu hafa sótt sýn­ing­una, sem hald­in var laug­ar­dag og sunnu­dag, í sýn­ing­ar­sal fyr­ir­tæk­is­ins að Þver­holti 6 í Mos­fells­bæ. Það má því með sanni segja að end­ur­komu Jeep og Fiat á ís­lensk­um bíla­markaði hafi verið vel tekið.

Fjöl­marg­ir sýn­ing­ar­gest­ir nýttu sér reynsluakst­ur sem var í boði, en fjöl­marg­ar skemmti­leg­ar reynsluakst­urs­leiðir eru í ná­grenni fyr­ir­tæk­is­ins í Mos­fells­bæ.