Fara í efni

Fjölbreytt úrval fyrir stærri fjölskyldur

Fréttir

Ef fjórða barnið bæt­ist við hjá fólki veit ég að marg­ir hugsa með skelf­ingu til þess hlut­skipt­is að verða bíl­stjóri „strumpa­strætós“ í sömu andrá og til­hlökk­un­in yfir nýju lífi ger­ir vart við sig.

Ég myndi gjarn­an vilja út­rýma þessu orði, „strumpa­strætó“, úr ís­lensku slangri. Það er kjána­legt og ger­ir lítið úr þeim prýðilega tækja­kosti sem í boði er í sjö manna bíl­um á markaðnum. Það er ekk­ert sem minn­ir á stræt­is­vagna í því úr­vali sem fólki stend­ur til boða í dag, þó svo að eitt og annað hafi gert það hér áður fyrr.

Ótrú­legt úr­val

Sjö manna bíl­ar eru mun fleiri en mig óraði fyr­ir og vídd­in í úr­val­inu al­veg ein­stök. Vert er að geta þess strax í upp­hafi að fleiri vilja kaupa slíka bíla en stór­ar fjöl­skyld­ur. Sum­ir leigu­bíl­stjór­ar hafa fest kaup á slík­um bíl­um og hafa víða slegið í gegn fyr­ir vikið.

Alls eru til tutt­ugu og fimm gerðir af sjö manna bíl­um hjá umboðunum hér á landi. Í haust verða þær tutt­ugu og sex.

Hægt væri að flokka þá í nokkra flokka: Ódýr­ustu bíl­arn­ir, rúm­bestu, sjö manna jepp­ar, sjö manna fólks­bíl­ar, vist­væn­ir, græn­ir og að lok­um væri það flokk­ur lúx­us­bíla í sjö manna út­færsl­um. Sum­ir bíl­anna geta hæg­lega kom­ist í fleiri en einn flokk sem er í góðu lagi en hér verður byrjað á þeim ódýr­ustu. Mynd­ir eru af þeim bíl­um sem voru prófaðir sér­stak­lega fyr­ir þessa um­fjöll­un. Þar sem við átti var ör­yggis­próf­un EuroNCAP höfð með.

Ódýr­ustu bíl­arn­ir

Sá bíll sem er lang­sam­lega ódýr­ast­ur af þess­um fjölda sjö manna bíla er Chevr­olet Or­lando. Bein­skipt­ur bens­ín­bíll kost­ar 3.890.000 kr. og er af­skap­lega þýður og góður í akstri. Eitt hand­tak þarf til að losa miðju­bekk­inn og þannig geta tveir krakk­ar skott­ast aft­ur í. Ég segi krakk­ar því þarna er ekki bein­lín­is pláss fyr­ir skanka­langa nema einna helst í styttri ferðir. Bíll­inn er spar­neyt­inn og eyðir um 7 lítr­um á hverja 100 km í blönduðum akstri. Þessi bíll kom mér veru­lega á óvart, bæði hversu vel bú­inn hann er og hve lágt verðið er.

Þeir eru fleiri sem kosta inn­an við fjór­ar millj­ón­ir og næst­an ber að nefna VW Caddy sem fæst nú í sjö manna út­færslu og kost­ar frá 3.970.000 kr.

Næst kem­ur vænn hóp­ur bíla sem kosta rétt rúm­ar fjór­ar millj­ón­ir króna. Ford Grand C-Max kost­ar 4.050.000 kr. og Mazda 5 frá 4.090.000 kr. Eng­ir bíl­ar fá Brim­borg feng­ust til reynsluakst­urs og því senni­legt að þeir séu ekki til hjá umboðinu en rétt er að hafa þá með eins og þá bíla sem vænt­an­leg­ir eru í haust.

Toyota Verso kost­ar 4.095.000 kr. og er bæði rúm­góður og skemmti­leg­ur í akstri. Eyðslu­töl­urn­ar voru svipaðar og hjá stærri fólks­bíl­um frá Toyota, eða í kring­um 7 lítr­ar á hundraðið í blönduðum akstri. Rýmið á „aft­asta bekk“ er gott og vel má bjóða full­orðnum þar sæti. Renault Grand Scenic er á 4.290.000 kr. og fleiri ein­tök af þess­um vin­sæla bíl eru vænt­an­leg til lands­ins í næsta mánuði.

Citroën Grand C4 Picasso kost­ar 4.390.000 og á svipuðu verði er Kia Car­ens sem kost­ar frá 4.890.000 kr. Car­ens er einn þeirra bíla sem komu veru­lega á óvart í próf­un­um. Hann er ein­stak­lega vel bú­inn og óhætt að segja að pen­ing­un­um sé vel varið ef maður kann að meta ríku­leg­an staðal­búnað. Sjö ára ábyrgð fylg­ir þess­um bíl eins og öðrum Kia.

Fólks­bíla­flokk­ur

Auk þeirra sem nefnd­ir voru í ódýr­asta flokki bíla má bæta við öðrum sjö manna fólks­bíl­um. Ford S-Max kost­ar frá 5.450.000 kr. og Ford Galaxy frá 5.650.000 kr. Skemmti­leg viðbót við þenn­an flokk erMercedes Benz V-Class sem er stór fjöl­skyldu­bíll. Hann kem­ur á markað í sum­ar en ekki er ljóst hvað hann kem­ur til með að kosta. Toyota Prius + er prýðileg­ur sjö manna bíll sem án nokk­urs efa er sá spar­neytn­asti af þeim sjö manna bíl­um sem prófaðir voru. Hann er tvinn­bíll og má með góðu móti aka hon­um inn­an­bæjar og halda eyðslunni und­ir 5 lítr­um á hverja hundrað kíló­metra. Öll sæt­in eru á braut­um og auðvelt að færa þau fram og aft­ur að vild. Hann kost­ar frá 5.990.000 kr. Tesla Model-Smeng­ar nátt­úr­lega ekki neitt enda raf­magns­bíll. Í grunn­inn kost­ar bíll­inn 9.990.000 kr. og hægt er að bæta tveim­ur sæt­um aft­ur í hann fyr­ir 400.000 kr. og er hann þá orðinn sjö manna. Aft­asta sætaröðin snýr raun­ar aft­ur og er hugsuð fyr­ir litla krakka, helst ekki mikið þyngri en 50 kg.

Rúm­bestu bíl­arn­ir

Í flokki rúm­bestu sjö manna bíl­anna skara þrír fram úr svo um mun­ar. Það eru Land Cruiser 200, Land Rover Disco­very og Mercedes-Benz GL-Class. Land Cruiser hef­ur af þeim þrem­ur vinn­ing­inn enda með ein­dæm­um rúm­góður og er hugsað fyr­ir hverju smá­atriði hvort held­ur er fyr­ir farþega frammí, í miðjunni eða aft­ast. Hægt er að fá 200-bíl­inn ódýr­ast­an á 19.930.000 kr. og er þar um bens­ín­bíl að ræða. Dísil­bíll­inn var prófaður og hann meng­ar minna en bens­ín­bíll­inn auk þess sem eyðslu­töl­urn­ar eru lægri. Disco­very var líka mjög skemmti­leg­ur og sömu sögu er að segja um GL-Class. Rýmið er með því besta sem ger­ist í þess­um flokki bíla en auðvitað eru þetta stór­ir jepp­ar og því ekki hægt að bera þá beint sam­an við fólks­bíl­ana.

Jeppa­flokk­ur­inn

Auk þeirra þriggja sem nefnd­ir voru hér að ofan eru fleiri jepp­ar inni í sjö manna flot­an­um. Byrj­um á þeim ódýr­ustu. Nýr sjö manna Nis­s­an X-Trail er vænt­an­leg­ur í haust og lít­ur út fyr­ir að verðið á hon­um verði nokkuð gott, eða 5.500.000 kr. Chevr­olet Capti­va kost­ar frá 6.290.000 kr., Mitsu­bis­hi Outland­er er til sjö manna og kost­ar 6.490.000 kr. og því næst mætti nefna Kia Sor­ento sem fæst í sjö manna út­færslu frá 7.480.000 kr.

Mitsu­bis­hi Pajero kost­ar frá 9.650.000 kr og eru öft­ustu sæt­in tvö toguð upp úr gólf­inu og þannig vel fal­in þegar ekki er verið að nota þau. Dá­lítið maus fannst mér að veiða þau upp en ef­laust venst það og verður lítið mál þegar maður er kom­inn í æf­ingu.

Tveir jepp­ar frá Ford fást í sjö manna út­færslu og reynd­ar rúm­ar sá stærri átta manns. Hér er ann­ars veg­ar um Ford Explor­er að ræða en hann kost­ar 9.850.000 kr. og hins veg­ar Ford Exped­iti­on sem kost­ar 12.990.000 kr. Toyota Land Cruiser 150 er fá­an­leg­ur með sjö sæt­um í öll­um út­gáf­um og kost­ar þannig bú­inn frá 10.120.000 kr. BMW X5 má sér­p­anta með sjö sæt­um og kost­ar frá 10.930.000 kr. Audi Q7 kost­ar 14.910.000 kr. í sjö manna út­færslu og Land Rover Sport má sér­p­anta með auka sætaröð og kost­ar þá 15.450.000 kr.

Ljóst er af þess­ari út­tekt að úr­valið er gott og hægt að fá nýja bíla í öll­um flokk­um og á ýmsu verði. At­hygl­is­verðast þykir mér, þegar allt kem­ur til alls, að sá ódýr­asti, Chevr­olet Or­lando, kosti 3.890.000 kr. sem verður að telj­ast gott verð og einnig kem­ur á óvart hversu marg­ir bíl­anna kosta á bil­inu fjór­ar til fimm millj­ón­ir króna.

mal­in@mbl.is