Fara í efni

Fantafínn fyr­ir stærri fjöl­skyld­ur

Fréttir

Mercedes-Benz V-Class er fjöl­nota­bíll í afar víðri merk­ingu. Hann má nota sem leigu­bíl, lúx­us-skutlu, fjöl­skyldu­bíl fyr­ir allt að átta manns og ef­laust í fjöl­mörg önn­ur hlut­verk.

Útfærsl­an sem prófuð var í þetta skiptið er sex manna, ákaf­lega rúm­góð og búin auka­búnaði sem hækka þæg­inda­kv­arðann. Til dæm­is voru leður­sæti og borð í farþega­rým­inu, sjálf­virk­ar renni­h­urðir á báðum hliðum, Burmester hljóðkerfi, leiðsögu­kerfi með prýðilegu Íslands­korti og ol­íumiðstöð, svo eitt­hvað sé nefnt. Bú­inn þess­um þæg­ind­um varð bíll­inn eins og huggu­leg­asta skrif­stofa á hjól­um. Jafn­vel dá­lítið eins og farþega­rými í einkaþotu!

Mögu­leik­arn­ir óþrjót­andi

Þrjár gerðir véla standa kaup­end­um til boða og eru þær all­ar fjög­urra strokka dísil­vél­ar.  Til að fara ekki of djúpt í tækni­leg­ar hliðar vél­anna er best að horfa bara á hestafla­töl­una og benda tækni­lega sinnuðum á vefsíðuna www.benz.is þar sem lesa má eitt og annað um sam­rás­ar­innspraut­un, þver­mál strokka og fleira spenn­andi. Vél­arn­ar eru 136 hö, 163 hö og 190 hö. Sú síðast­nefnda er í V 250 Blu­eTEC og V 250 AVANT­G­AR­DE sem var prófaður og er togið í henni hreint út sagt dá­sam­legt. 440 Nm há­mark­s­tog seg­ir sitt.

Auk þess að geta valið á milli þriggja véla í V-Class er hægt að velja um 6, 7 og 8 sæta út­færslu og hvort renni­h­urð er á báðum hliðum og svo fram­veg­is. Hvert sæti í 6 sæta út­færsl­unni er eins og hæg­inda­stóll með sætis­örm­um og sæt­un­um aft­ur í bíln­um má snúa á alla vegu, leggja niður eða færa eins og maður vill. Allt eft­ir því í hvað á að nota bíl­inn.

Aðgengi sem hent­ar mörg­um

Í fyr­ir­sögn­inni hér að ofan skrifa ég að þetta sé prýðileg­ur bíll fyr­ir stærri fjöl­skyld­ur vegna þess að sjálf er ég bet­ur inni í því en til dæm­is leigu­bíla­brans­an­um. Það má vel ímynda sér að bíll­inn geti hentað fjöl­skyld­um af ýms­um stærðum og gerðum. Hann get­ur hentað þeim vel sem þurfa að ferðast með hjóla­stól því til dæm­is er hægt að fjar­lægja eitt sæt­anna og koma hjóla­stól þar fyr­ir og aðgengið er ein­stak­lega gott, bæði fyr­ir bíl­stjóra sem stíg­ur nokkuð beint inn í bíl­inn af göt­unni og líka fyr­ir þá sem fara aft­ur í. Þó að bíll­inn sé stór er hann alls ekki það hár að stíga þurfi „upp“ í hann held­ur er farið beint inn í hann.

Það má líka ganga út frá því að stærri fjöl­skyld­ur sem fara þurfa á milli staða með barna­vagna í bíln­um geti séð það sem kost að geta ein­fald­lega rúllað vagn­in­um inn án þess að leggja sig í þolraun­ir í miður heppi­leg­um stell­ing­um.

Rýmið er bjart og gott, enda glugg­arn­ir stór­ir og loftið ljóst. Þegar skyggja tek­ur má velja um mis­mun­andi um­hverf­is­lýs­ingu sem er í inn­rétt­ing­um og á þrep­inu þar sem stigið er inn í bíl­inn. Býsna góð miðstöð er í bíln­um, líka aft­ur í, þannig að öll­um ætti að geta liðið vel hvar sem þeir sitja í bíln­um.

Ótak­mörkuð þæg­indi

Ef V-Class væri notaður í akst­ur með viðskipta­vini, gesti fyr­ir­tækja eða jafn­vel í ein­hvers kon­ar VIP-skutl er hægt að velja um þæg­indi sem auka­búnað. Sum­ir vilja nátt­úru­lega hafa ýmis þæg­indi í fjöl­skyldu­bíl og það er líka hægt en ég tek þetta bara sem dæmi. Til dæm­is mætti bæta við Garmin® MAP PI­LOT leiðsögu­kerfi, 640 W Burmester® hljóð- og hátal­ara­kerfi með bassa­boxi og 15 há­töl­ur­um, CENTRAL MEDIA DISPLAY sem er 17,8 sm skjár með 800 x 480 pixla upp­lausn, sjón­varps­mót­tak­ara og DVD spil­ara. Þetta er brot af því sem hlaða má í bíl­inn sé maður á þeim bux­un­um.

Akst­ur og hljóðein­angr­un

Sem fyrr seg­ir var blaðamaður af­skap­lega ánægður með hversu vel þessi stóri bíll tog­ar. Hann er með 190 hestafla vél sem vinn­ur fanta­vel og er þýð og hljóðlát. Eyðslan er sögð vera í kring­um 6,0 lítr­ar/​100 km í blönduðum akstri. Í próf­un­inni var hún í kring­um 8,0 lítr­ar í blönduðum akstri og er það vel miðað við stærð bíls­ins.

Það er gam­an að aka þess­um bíl af því að bæði er hann lip­ur og svo er gam­an að því hversu auðvelt er að leggja hon­um í ótrú­lega lít­il bíla­stæði. Kannski er ég bara svona flink en það get­ur líka verið að spegl­arn­ir sem eru stór­ir hafi sitt að segja auk þess sem bíll­inn var bú­inn mynda­vél­um sem sýna hann í 360° þannig að það er eig­in­lega ekki hægt að klúðra þessu.

Eitt­hvað hef­ur fram­leiðand­inn gert sniðugt til að hljóðein­angra bíl­inn eins og æf­inga­hús­næði. Veg- og vél­ar­hljóð er furðulega lágt sem er ólíkt því sem maður er van­ur úr bíl­um af þess­ari stærð með mikla loft­hæð.

Sam­an­b­urður og verð

Nú kunna les­end­ur að spyrja hvort þetta sé enda­laus lof­ræða um V-250 og hvort ganga megi út frá því að hann sé nán­ast full­kom­inn. Nei, það er hann ekki frek­ar en aðrir bíl­ar en flott­ur er hann og ótalmargt við hann sem er bæði heill­andi og ánægju­legt í senn. Þó að ís­lensk­ir veg­far­end­ur hafi sjald­an tæki­færi til að renna niður rúðu og gægj­ast út um glugga þá er að margra mati nauðsyn­legt að geta opnað glugga. Það er ekki hægt aft­ur í, enda rúðurn­ar þannig gerðar og í lag­inu að sá mögu­leiki er ein­fald­lega ekki fyr­ir hendi. Loftræst­ing­in er líka með ein­dæm­um góð og blæs vel og vand­lega á þá sem kæra sig um.

Það sem er ekki nógu ánægju­legt við V-Class er verðið. Hann er nefni­lega dýr af því að hann er mjög flott­ur. Samt eru lægri toll­ar á hon­um en ella af því að meng­un­ar­gildið er lágt.

Ódýr­ast­ur er 136 hestafla bíll­inn, V 200, en hann kost­ar frá 7.190.000 kr. V 250 Blu­eTEC kost­ar tæpri millj­ón meira, eða 8.180.000 kr. Fín­asta út­gáf­an, V 250 AVANT­G­AR­DE eins og er á meðfylgj­ana­di mynd­um kost­ar 9.360.000 kr og með öll­um þeim auka­búnaði sem var í reynsluakst­urs­bíln­um er verðmiðinn orðinn stór og dig­ur, eða 13.390.000 kr.

Nú vil ég ekki bera V 250 sam­an við sendi­bíla af því að fæst­ir myndu nota hann í slíkt. En ef aðrir stór­ir fjöl­skyldu­bíl­ar eru tekn­ir til skoðunar er V 250 of­ar­lega í verði. Ódýr­asti 7-manna bíll­inn sem seld­ur er hér á landi er Chevr­olet Or­lando. Hann kost­ar frá 3.890.000 kr. en hann er ekki nánd­ar nærri eins rúm­góður og V 250. Þeir bíl­ar sem kom­ast í námunda við þenn­an hvað rými varðar eru all­ir jepp­ar sem hægt er að fá í 7-manna út­færsl­um en það eru Land Cruiser 200,

Land Rover Disco­very, Audi Q7 og Mercedes-Benz GL-Class. Þeir kosta all­ir vel yfir þrett­án millj­ón­ir króna og allt upp í tutt­ugu en erfitt er að bera V 250 sam­an við þá og í raun ósann­gjarnt. Sérstaða V Class hlýt­ur að vera tölu­verð fyrst erfitt er að finna bíla til sam­an­b­urðar.

mal­in@mbl.is