Fara í efni

Fág­un og feg­urð frá Lex­us

Fréttir

Frétt af mbl.is

Enn bæt­ist við Lex­us-fjöl­skyld­una og nýj­asti meðlim­ur­inn er satt að segja einn af þeim fríðari. Lex­us RC er sport­bíll af „coupe“ sort­inni og bara fer­lega flott­ur að sjá. Hann sver sig í ætt­ina með svip­miklu fram­grill­inu sem er með sama stundagla­slag­inu og aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir og út­litið allt geisl­ar af sjálfs­ör­yggi.

Hér er ekki farið í neina laun­kofa með eitt eða neitt; Lex­us eru á út­opn­unni um þess­ar mund­ir og er það vel.

Á hvern minn­ir hann mig?

Þegar blaðamaður fékk bíl­inn fyrst til reynslu hreyfði út­lit bíls­ins við ein­hverj­um eld­forn­um minn­ing­um – ein­hvers staðar hafði ég séð eitt­hvað við þenn­an bíl, ein­hvern tím­ann í fyrnd­inni. Ekki kom það upp í koll­inn si­sona svo ég lagði það til hliðar og beið þess að það dúkkaði upp þegar minnst varði, sem það og gerði. En til að byrja með var nóg til þess að dást að því lín­ur Lex­us RC eru, sem fyrr sagði, bráðfal­leg­ar og coupe-lagið geng­ur prýðilega upp. Bíll­inn er hvorki og snubbótt­ur né of lang­ur, bara akkúrat pass­leg­ur. Nýj­ustu bíl­arn­ir frá Lex­us höggva iðulega í sama knérunn og NX-jepp­ling­ur­inn, með skarp­ar – nán­ast flug­beitt­ar – lín­ur en RC-bíll­inn er held­ur sveigðari og straum­línu­lagaðri. Fyr­ir bragðið er út­litið dýna­mískt og sport­legt á alla kanta. Rétt eins og gríðar­mikið fram­grillið ger­ir fram­end­ann flott­an og til­komu­mik­inn, þá er prófíll­inn að sama skapi sér­lega fal­leg­ur og baksvip­ur­inn sömu­leiðis. Útlits­lega er bíll­inn ein­fald­lega framúrsk­ar­andi vel heppnaður og ekki sak­ar F-Sport up­færsl­an. Bíl­ar í þess­um flokki verða trauðla mikið gæja­legri.

Og þá kom­um við aft­ur að því sem mér fannst ég hafa séð áður; svarti kambur­inn sem er að finna á horn­un­um aft­an við aft­ur­dekk­in kall­ast á við loft­inn­tök­in á hvít­um Ferr­ari Test­arossa. Gúgglið bara.

Af­bragðsgott inn­an­rými

Eins og vera ber með sport­bíl þá liggja sæt­in neðarlega og eru vel aft­ur­hallandi, sem þýðir að inn­stigið er tals­vert djúpt. En þegar inn er sest, belt­in spennt og vél­in ræst er því ekki að neita að það fer fanta­vel um öku­mann. Mæla­borð og stjórn­tækjainn­rétt­ing er reynd­ar svo­lítið út og suður, þetta er upp­hleypt á meðan hitt er inn­fellt og næsta kyn­slóð á vafa­lítið eft­ir að skarta inn­rétt­ingu sem verður meira í línu við straum­línu­lagaðan bíl­inn. Þetta er þó meira fag­ur­fræðilegt umkvört­un­ar­efni því öll „fúnskjón“ er til fyr­ir­mynd­ar, um leið og efn­is­val er óaðfinn­an­legt í alla staði. Lex­us RC er einkar vel bú­inn í bak og fyr­ir og sér­stak­lega er vert að hrósa hljóðkerf­inu frá Mark Levin­son er sem al­ger negla. Það fer feiki­vel um öku­mann og farþega, sem sitja í um­vefj­andi sæt­um, sjá vel til allra átta og hafa það gott að öllu leyti, en aft­ur­sæt­is­farþegar þurfa að gera sér að góðu af­skap­lega tak­markað fóta­rými og skert út­sýni því glugg­arn­ir á hliðunum eru í knapp­ara lagi. En plássið slepp­ur samt til fyr­ir þau skipti þar sem þarf að koma fjór­um ein­stak­ling­um milli staða. En fyrst og fremst er þetta „fram­sæta­bíll“ og það er til nóg af sed­an- og skut­bíl­um fyr­ir þá sem vilja gera vel við farþeg­ana. Þessi er hugsaður út frá öku­manni og farþega í fram­sæti og um þá væs­ir ekki.

Fleiri hest­ar hefðu ekki sakað

Talandi um öku­mann­inn – víkj­um þá að akstr­in­um sjálf­um. Sum­ir höfðu á orði um NX-sportjepp­ann að það sem helst hái þeim ann­ars bráðfal­lega bíl að hann skorti svo­lítið afl. Það má að ein­hverju leyti heim­færa það umkvört­un­ar­efni á RC-bíl­inn líka. Það hefði hreint ekki sakað að hafa svo­lítið fleiri hross und­ir húdd­inu og eru þau þó 225 tals­ins. Bíll­inn er hins veg­ar 1.775 kíló og það skýr­ir sjálfsagt að hann er 6,8 sek­únd­ur í hundraðið og þó það sé út af fyr­ir sig ekk­ert dóna­legt þá er það eig­in­lega held­ur meira en út­litið gef­ur fyr­ir­heit um. Aggress­íf ásjón­an á RC300h nán­ast lof­ar hröðun upp í 100 km/​klst. á 5 sek­únd­um. En hann er engu að síður vel kvik­ur af stað, sem er það sem mest er um vert, og togið er sprækt fram­an af. Á það má minna í þessu sam­hengi að hvergi á al­menn­um akst­urs­leiðum á landi hér er lög­legt að aka á 100 km/​klst. svo þetta er út af fyr­ir sig ekki svo al­var­legt. Auk þess er stýr­ing­in hin fín­asta, hann snýr við „á tíkalli“ eins og þar stend­ur og er sér­lega lip­ur og þýður í akstri. Sport-still­ing­in ger­ir hann enn reffi­legri og á meðan hann fæst ein­göngu sjálf­skipt­ur er hann samt sem áður með blöðkum til bein­skipt­ing­ar í stýr­inu, fyr­ir þá öku­menn sem vilja sjá um þetta sjálf­ir.

Hybrid-hliðin er þá hin ákjós­an­leg­asta og bíll­inn eyðir ákaf­lega skap­lega í blönduðum akstri. Upp­gef­in eyðsla er 5 lítr­ar, und­ir­ritaður var í tæp­um 6 sem er ekki til að kvarta yfir. Í borg­arakstr­in­um er vel hægt að rúlla á raf­magn­inu einu sam­an, alltént á meðan raf­hlaðan á eitt­hvað inni. Það hefði verið enn skemmti­legra að hafa bíl­inn sem plug-in hybrid, og það má von­ast eft­ir slíku næst.

http://www.mbl.is/bill/domar/2016/06/13/fagun_og_fegurd_fra_lexus/