Fara í efni

Er þitt fyrirtæki að bjóða vinnustaðanám fyrir iðnnema?

Fréttir

Er þitt fyrirtæki að bjóða vinnustaðanám fyrir iðnnema?

Í dag eru 106 fyrirtæki að bjóða upp á vinnustaðanám í bílgreinum, þar sem samtals eru í boði 401 nemapláss. Af þessum fyrirtækjum eru 35% staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og bjóða þau upp á 31% af öllum nemaplássum. t.d. eru á Suðurlandi 5% fyrirtækja að bjóða upp á 8% af nemaplássunum.

Er þitt fyrirtæki á listanum?

Ef þú ert ekki viss um hvort þitt fyrirtæki sé með skráð nemaleyfi og nemapláss, getur þú auðveldlega skoðað listann yfir viðurkennd fyrirtæki á: https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/vinnustadir.

Fylgni við rafræna ferilbók

Mikilvægt er að verkstæði sem hafa iðnnema hjá sér tryggi að rafræna ferilbókin sé fyllt jafnt og þétt á meðan neminn er í vinnustaðanámi. Rafræn ferilbók auðveldar yfirsýn yfir námið og tryggir að nemar fái viðeigandi þjálfun í samræmi við áætlanir. Nýir kjarasamningar kveða á um að laun nemenda ráðist nú af hæfni þeirra í starfi, fremur en tíma sem þeir hafa verið á verkstæðinu. Þetta þýðir að það er á ábyrgð meistara að fylgja vel eftir námi nemanna og fylla út í rafræna ferilbókina reglulega.

Verðlaun fyrir framúrskarandi fyrirtæki og meistara

Nemastofa atvinnulífsins veitir árlega verðlaun til þeirra fyrirtækja og meistara sem ná bestum árangri í þjálfun iðnnema á vinnustað. Þetta er frábær leið til að viðurkenna fyrirtæki sem leggja sig fram um að þjálfa næstu kynslóð fagmanna.

Laus nemapláss auglýst á alfred.is

Ef þitt fyrirtæki er að leita að iðnnema, hvetjum við þig til að kynna þér laus nemapláss sem auglýst eru á alfred.is. Það er frábær leið til að ná til þeirra nemenda sem eru í leit að góðu vinnustaðanámi.

Aðstoð við rafræna ferilbók

Ef þú, kæri meistari, ert óöruggur í hvernig á að fylla út rafræna ferilbókina, getur þú nálgast kennslumyndband hér: https://nemastofa.is/fyrirtaeki/rafraen-ferilbok-fyrirtaeki/.