Fara í efni

Einn ódýr­asti raf­bíll­inn kom­inn í sölu

Fréttir

Raf­bíl­um fer fjölg­andi á bíla­markaðnum og nú eru nokkr­ar teg­und­ir raf­bíla fá­an­leg­ar hér á landi. Nýj­asta viðbót­in hér á landi kem­ur frá þýska fram­leiðand­an­um Volkswagen.

E-up! og e-Golf verða báðir fá­an­leg­ir hjá Heklu eft­ir ára­mót­in en e-up! er kom­inn og nú þegar hægt að prófa hann og panta.

Ásamt Mitsu­bis­hi i-MiEV er e-up! í flokki ódýr­ustu raf­bíla sem völ er á hér á landi og það er sann­ar­lega ánægju­legt að geta fengið raf­bíla sem kosta inn­an við fjór­ar millj­ón­ir króna. i-MiEV kost­ar frá 3.490.000 kr. og e-up! er á 3.690.000 kr. Ekki má gleyma að ódýr­asta gerð Nis­s­an Leaf (Visia) fæst á 3.990.000 kr. hjá Even sem flyt­ur líka inn Tesla.

Akst­ur og upp­lif­un

Þrátt fyr­ir smæð bíls­ins er hann ótrú­lega þétt­ur og veg­hljóðið afar lágt, sé miðað við hvernig eyr­un nema það í raf­bíl þar sem eng­in vél er á snún­ingi. Hann er líka ótrú­lega snögg­ur af stað, þ.e. upp­takið er prýðilegt. Til­finn­ing­in er sú að hann sé lipr­ari en Nis­s­an Leaf, en þar spil­ar að sjálf­sögðu inn í að hann er tölu­vert minni. Eft­ir sem áður skal tekið fram að blaðamaður á enn eft­ir að prófa i-MiEV þannig að hann er ekki til sam­an­b­urðar.

Há­marks­afl e-up! er 60kWst með 210 nm togi. Hægt er að velja um þrjár akst­urs­still­ing­ar: Normal, Eco og Eco Plus, allt eft­ir því hvernig vinnslu ökumaður kær­ir sig um.

Akst­urs­upp­lif­un­in er góð og þar hef­ur tölv­an frá Garmin (ofan við út­varpið) dá­lítið að segja því það ger­ir akst­ur­inn áhuga­verðari ef ökumaður get­ur stöðugt fylgst með því hversu langt hann kemst miðað við akst­urslag og hvernig hann not­ar orku bíls­ins.

Drægn­in er allt að 160 kíló­metr­ar á full­hlöðnum bíl og er nokkuð ljóst að e-up! er góður í allt það helsta inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins og líka fyr­ir þá sem búa rétt fyr­ir utan það og sækja vinnu í bæn­um.

Þegar fjallað er um drægni raf­bíla ber að hafa í huga að í upp­gefn­um töl­um er miðað við bestu mögu­legu aðstæður og þokka­legt hita­stig. Um leið og hita­töl­urn­ar lækka og bæt­ir í vind dreg­ur nokkuð úr því hversu langt bíll­inn fer á full­hlaðinni raf­hlöðu. Við þær aðstæður sem ekið var við í próf­un­inni er óhætt að segja að 130 km. hafi verið raun­hæf tala á full­hlöðnum bíln­um.

Aðgengi og þæg­indi

Gott aðgengi er kost­ur þessa bíls því það er mjög gott bæði fyr­ir bíl­stjóra og farþega fram í. Hins veg­ar ættu full­orðnir ekki að sitja aft­ur í að óþörfu því þar er plássið mun minna og best fyr­ir krakka, eða smá­vaxið full­orðið fólk.

Með því að fella aft­ur­sæti bíls­ins niður er komið mikið og stórt far­ang­urs­rými sem nýta má í eitt og annað.

Inn­rétt­ing bíls­ins er fá­brot­in og í takt við um­hverf­is­stefn­una sem bíll­inn stend­ur fyr­ir. Eft­ir sem áður er þar flest sem nú­tím­inn hef­ur sann­fært okk­ur um að við þörfn­umst. Blu­et­ooth, USB-tengi og alls kon­ar sem heyr­ir orðið til staðal­búnaðar víða.

Í þenn­an fína bíl vant­ar þó örfá smá­atriði sem eru hvorki ör­yggis­atriði né veiga­mik­il atriði. Það vant­ar snyrt­ispeg­il bíl­stjóra­meg­in (farþeg­inn má bara góna á sjálf­an sig í þess­um bíl) og það sem er öllu verra: bíl­stjór­inn get­ur ekki opnað glugg­ann hjá farþeg­an­um held­ur bara sín meg­in. Þetta myndu sum­ir segja lít­il­fjör­legt smáa­atriði en þegar und­ir­rituð er virki­lega að leggja sig fram við að spara ra­af­magn í raf­bíl er miðstöðin það fyrsta sem ég slekk á því hún er raf­magnsþjóf­ur. Þá vil ég geta opnað út og fengið dá­lít­inn trekk en það er ekki hægt hér án hundak­únsta. Í þess­um reynsluakstri var raf­magns­sparnaður­inn í há­veg­um hafður fyrst um sinn en síðar voru all­ar græj­ur reynd­ar. Þar á meðal Blu­et­ooth audio í gegn­um iP­ho­ne. Það var tölu­vert hökt í því og ef til vill er betra að nota snúru á milli tækj­anna tveggja.

Hug­vit spar­ar aur­inn

Í Garmin-tölv­unni sem fylg­ir bíln­um eru ótal ráð fyr­ir öku­menn e-up! Öll miða þau að því að efla um­hverfis­vit­und öku­manna og kenna þeim al­menni­leg­an sparakst­ur. Þar er að finna sér­stakt for­rit sem er til að þjálfa öku­menn og byrj­ar á því að vekja at­hygli þeirra á um­ferðarflæðinu, hvernig á að „græða“ raf­magn með því að láta bíl­inn renna o.s.frv. Allt til þess að búa til enn betri öku­menn.

Fram kem­ur á vef Heklu sem sel­ur e-up! að hverj­ir ekn­ir 100 kíló­metr­ar kosti um 170  krón­ur. Er þá miðað við að kíló­vatt­stund­in kosti um 14 krón­ur , en e-up! not­ar 11,7 kíló­vatt­stund­ir á 100 km akstri. Er óhætt að full­yrða að bíll­inn sé ein­stak­lega hag­kvæm­ur.

mal­in@mbl.is