Fara í efni

Dauðsföll­um á nýrri bíl­um snar­fækk­ar

Fréttir

"Þjóðvega­ör­ygg­is­stofn­un banda­rísku trygg­inga­fé­lag­anna (IIHS) seg­ir að ein­stak­lega at­hygl­is­verð fækk­un dauðsfalla í nýrri bíl­um hafi átt sér stað á und­an­förn­um árum.

Lík­urn­ar á því að bana­slys verði í nýrri bíl­um hafa minnkað um rúm­lega þriðjung á und­an­förn­um þrem­ur árum, að sögn IIHS. „Fram­far­irn­ar eru gríðarleg­ar á aðeins þrem­ur árum,“ seg­ir Dav­id Zuby, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar.

Í skýrslu um þróun þessa seg­ir að með nokkr­um und­an­tekn­ing­um segi bíl­stærð áfram til sín á þann veg að dauðsfallatíðnin lækki eft­ir því sem bíl­arn­ir stækki. Með öðrum orðum að and­lát­stíðnin sé meiri í minnstu bíla­flokk­un­um en til dæm­is í flokki jeppa.

Sam­kvæmt grein­ingu á slysa­skýrsl­um hef­ur að sögn IIHS komið í ljós, að eng­in bana­slys urðu á níu bíl­mód­el­um á ár­un­um 2009 til 2012, það er: Audi A4 4WD, Honda Odyss­ey, Kia Sor­ento 2WD, Lex­us RX 350 4WD, Mercedes-Benz GL-class 4WD, Su­baru Legacy 4WD, Toyota Highland­er hybrid 4WD, Toyota Sequoia 4WD og Volvo XC90 4WD" segir í frétt á mbl.is

Sjá:  www.mbl.is/bill/frettir/2015/02/10/daudsfollum_a_nyrri_bilum_snarfaekkar/