Fara í efni

Dan­ir kaupa stóra bíla

Fréttir

Frétt af mbl.is

Fljótt skip­ast veður í lofti, alla vega á dönsk­um bíla­markaði. Fyr­ir tveim­ur til þrem­ur miss­er­um keyptu Dan­ir aðallega smá­bíla en nú ger­ast þeir ólm­ir í stóra bíla.

Sjö­unda árið í röð stefn­ir í aukna bíla­sölu í Dan­mörku og allt út­lit er fyr­ir að öll fyrri sölu­met verði sleg­in í ár.

Dan­ir keyptu alls 208.000 nýja bíla í fyrra og spá sér­fræðing­ar nú, að sal­an auk­ist um sex til átta pró­sent í ár og verði á bil­inu 220 til 225 þúsund ein­tök.

Frá ára­mót­um til sept­em­ber­loka voru ný­skráðir bíl­ar 168.470 en á sama tíma­bili í fyrra var fjöld­inn 155.121 ein­tök.

Þegar skoðað er hvaða bíl­ar selj­ast best er ekk­ert út­lit fyr­ir að vin­sæl­asta bíln­um í lang­an tíma – Peu­geot 208 – verði rutt úr topp­sæti sölu­list­ans. Litl­ar sem eng­ar lík­ur eru á að and­lits­lyft­ur Volkswagens Up velti þeim franska af stalli sem sölu­hæsti bíll Dan­merk­ur 2016. Frá ára­mót­um til októ­ber­loka voru ný­skráð 7.246 ein­tök af 208 en 5.023 af VW Up sem var sölu­hæsti bíll­inn í Dana­veldi árið 2013 með 12.909 ein­tök­um.

Ástæðan fyr­ir því að Up nýt­ur ekki eins mik­illa vin­sælda eru breyt­ing­ar á kaupa­venj­um danskra neyt­enda; til­hneig­ing til að kaupa stærri og stærri bíla. Markaðshlut­deild smá­bíla hef­ur lækkað úr 23,6% í fyrra í 20,3% í ár.

Sá stærðarflokk­ur sem Peu­geot 208 til­heyr­ir hef­ur einnig minnkað úr 32,1% í fyrra í 28,4% í ár. Hef­ur þessi flokk­ur verið sá lang­stærsti og nem­ur sam­drátt­ur­inn því um 48.000 ein­tök­um.

En á eft­ir hverslags bíl­um eru Dan­ir? Jú, jepp­ar njóta vax­andi vin­sælda meðal þeirra. Jepp­ar sem Nis­s­an X-Trail, stór­ir fólks­bíl­ar, jafn­vel úr­vals­bíl­ar eins og Audi A4 hafa verið í sókn. Frá ára­mót­um til sept­em­ber­loka 2015 jókst jeppa­sala um 7,6% og sala stórra bíla í milli­flokki jókst um 8,9%. Í ár er aukn­ing­in 11,2% í jepp­um og 10,2% í millistærðarbíl­um. At­hygl­is­vert þykir einnig hvernig fjöl­nota­bíl­ar á borð við Volkswagen Tour­an og Ford S-Max hafa auk­ist í sölu. Aukn­ing­in var 4,9% í fyrra og 6,6 það sem af er ár­inu 2016.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/11/21/danir_kaupa_stora_bila/