Fara í efni

Dag­ljós­in ekki full­nægj­andi

Fréttir

Dag­ljósa­búnaður bíla er ófull­nægj­andi þegar rökkva tek­ur og skyggni er slæmt því meðan þessi ljós eru notuð log­ar ekki á aft­ur­ljós­um. Þau loga aðeins þegar kveikt er á aðalljós­um.

Að sögn Sam­göngu­stofu er tölu­vert um það, að nýj­um bíl­um sé ekið um vegi lands­ins í rökkri og slæmu skyggni án þess að kveikt sé á aðalljós­um. Svo virðist sem mis­skiln­ings gæti meðal öku­manna ný­legra bíla um virkni þess dag­ljósa­búnaðar sem fylg­ir bíln­um.

„Flest­ir nýj­ir nýir bíl­ar í dag eru með LED ljós að fram­an, svo­nefnd dag­ljós, sem stöðugt er kveikt á svo lengi sem bíll­inn er í gangi. Gall­inn er hins veg­ar sá að ök­u­ljós­in, þ.m.t. aft­ur­ljós­in, loga ekki nema kveikt sé á aðalljós­un­um og því eru dag­ljós­in ekki full­nægj­andi þegar rökkva tek­ur eða þegar skyggni er slæmt.

Skylt að kveikja á aðalljós­um

Tekið skal fram að heim­ilt er að aka um með aðeins dag­ljós­in kveikt á björt­um degi en um leið og dimma tek­ur eða skyggni skerðist er mik­il­vægt og skylt að kveikja á aðalljós­um.

Sam­göngu­stofa vill benda eig­end­um ný­legra og nýrra bíla á að nauðsyn­legt er að kveikja á ök­u­ljós­um við þess­ar aðstæður svo bæði logi ljós að fram­an og aft­an. Það get­ur borgað sig að kveikja ein­fald­lega á aðalljós­un­um um leið og bif­reiðin er ræst. Ljós­in eru til þess að ökumaður sjái bet­ur en jafn­framt til þess að hann sjá­ist bet­ur. Með því er fyllsta ör­ygg­is gætt og farið að ákvæðum um­ferðarlaga.

Nú þegar dimma tek­ur skipt­ir miklu máli að ljósa­búnaður öku­tækja sé í lagi og hann rétt notaður. Ágætt er að ganga úr skugga um það reglu­lega að öll ljós séu í lagi því það get­ur reynst bæði hættu­legt og ólög­legt að vera með bilaðan ófull­nægj­andi ljósa­búnað,“ seg­ir Ein­ar Magnús Magnús­son kynn­ing­ar­stjóri Sam­göngu­stofu. Frétt af mbl.is