Fara í efni

Dæmi um að ekki hafi verið gert við ör­ygg­is­búnað í tjóna­bíl­um

Fréttir

Í rann­sókn­um á bana­slys­um og öðrum um­ferðarslys­um hef­ur það komið upp að viðhaldi hef­ur verið ábóta­vant og borið við að illa hef­ur verið gert við bif­reiðar,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Lárus­son, verk­fræðing­ur og rann­sak­andi hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, og á þar bæði við al­menn­ar viðgerðir og viðgerðir á tjóna­bíl­um sér­stak­lega.

Á forsíðu bíla­blaðs Morg­un­blaðsins í síðustu viku var fjallað um viðgerðir á tjóna­bíl­um og eft­ir­lit með þeim. Lýstu þar sér­fróðir yfir áhyggj­um af því að ekk­ert eft­ir­lit væri haft með slík­um viðgerðum og því að hver sem er gæti keypt tjónaða bíla á upp­boðum.

Ófull­nægj­andi viðgerð

Skýrsl­ur nefnd­ar­inn­ar eru aðgengi­leg­ar á vef henn­ar og tek­ur Sæv­ar dæmi um eina eft­ir­minni­lega rann­sókn nefnd­ar­inn­ar á bana­slysi sem varð á Holta­vörðuheiði síðla árs 2007. Í ljós kom að bíll­inn, það sem farþegi lést, var tjóna­bif­reið sem ekki hafði verið gert við sem skyldi. Svo vitnað sé orðrétt í skýrsl­una þá seg­ir þar eft­ir­far­andi:

„Bif­reiðin hafði verið búin ör­yggis­púðum, en þeir höfðu sprungið út í árekstri sem átti sér stað í októ­ber 2003. Eft­ir slysið var bif­reiðin keypt af trygg­inga­fé­lagi henn­ar og hún svo end­urseld 12 dög­um síðar. Ekki hafði verið gert við ör­ygg­is­búnaðinn eft­ir slysið og voru sprungn­ir púðarn­ir enn í bíln­um.“

Enn­frem­ur kem­ur fram í skýrsl­unni að báðir belt­a­strekkjararn­ir hafi verið sprungn­ir og því hvorki nýst öku­manni né farþega í slys­inu. Þegar kem­ur að viðgerð tjóna­bíla ber að gera við þá í sam­ræmi við fyr­ir­mæli frá fram­leiðanda og í þessu til­viki kom skýrt fram hjá fram­leiðanda belt­anna að þeim bæri að skipta út fyr­ir ný eft­ir mikið álag eða eft­ir að strekkjarar spryngju út. Sömu­leiðis er sú krafa gerð að ör­yggis­púðar séu virk­ir ef þeir eru í bíln­um yf­ir­leitt.

Bíll fer í um­ferð á ný

Nú kann ein­hver að spyrja sig hvernig á því standi að bif­reið sem ekki er búin þeim ör­ygg­is­búnaði sem gengið sé út frá, fari út í um­ferðina á nýj­an leik eins og í dæm­inu hér að ofan. Sæv­ar seg­ir að nefnd­in hafi í skýrsl­unni gert at­huga­semd­ir vegna þessa. „Þar vor­um við með til­lög­ur í ör­ygg­is­átt um að regl­un­um yrði breytt í sam­bandi við þessa tjóna­bíla,“ seg­ir hann.

Í niður­lagi skýrsl­unn­ar seg­ir að trygg­inga­fé­lagið hafi verið spurt hverj­ar vinnu­regl­ur fé­lags­ins væru við af­greiðslu tjóna­bíla þar sem ör­yggis­púðar eða belt­a­strekkjarar hefðu sprungið út. Í svari fé­lags­ins sagði að fé­lagið greiddi alltaf fyr­ir viðgerð á þess­um búnaði í þeim til­vik­um sem fé­lagið greiddi fyr­ir viðgerð á bíln­um. Ljóst er að þó trygg­inga­fé­lög greiði fyr­ir slíkt þá er ekki fylgst með að viðgerðin fari fram.

Kött­ur­inn í sekkn­um keypt­ur

Það get­ur verið ósköp erfitt fyr­ir hinn al­menna kaup­anda að ætla að átta sig á hvort í lagi sé með ör­ygg­is­búnað á borð við loft­púða, enda er búnaður­inn ekki sýni­leg­ur fyrr en á hann reyn­ir. Þess vegna er gott að hafa vaðið fyr­ir neðan sig þegar fest eru kaup á viðgerðum tjóna­bíl.

Annað sem erfitt get­ur verið að greina við kaup á viðgerðum tjóna­bíl er hvort gert hafi verið al­menni­lega við burðar­virki og burðargrind. Eins og fram kom í fyrri um­fjöll­un þá eru viss­ir bit­ar í því sem ber bíl­inn uppi sem ekki má gera við held­ur þarf að skipta þeim út en á því hafa verið mis­brest­ir og í sum­um til­vik­um með hörmu­leg­um af­leiðing­um. Síðsum­ars 2006 varð bana­slys á Suður­lands­vegi. Þar er talið víst að lé­leg viðgerð á burðar­virki bíls­ins hafi átt veru­leg­an þátt í að árekst­ur­inn hafi leitt öku­mann til dauða. Seg­ir í skýrsl­unni að meðal ann­ars hafi frauðplasti verið sprautað inn í sílsa beggja meg­in og ljóst að sú vörn sem farþega­rými átti að veita öku­manni var ákaf­lega lít­il.

Í at­huga­semd­um rann­sókn­ar­nefnd­ar kom fram að því hefði verið beint til Um­ferðar­stofu (sem nú heit­ir Sam­göngu­stofa) af hverju ekki hafi verið gerð at­huga­semd við styrk­leikam­issinn í aðalskoðun á bíln­um. Auk­in­held­ur var lagt til að því væri beint til skoðun­ar­stöðva að auka eft­ir­lit með ryðskemmd­um öku­tækja. Eft­ir sit­ur sú spurn­ing hver eigi að hafa um­sjón með a) viðgerðum burðar­virk­is og b) viðgerðum á tjóna­bíl­um.

Er framrúðan rétt límd?

Eitt sem hér má nefna þó svo það geti tengst mun fleiri bíl­um en tjóna­bíl­um er ísetn­ing framrúðunn­ar í bíl­inn. Sæv­ar seg­ir að tölu­vert hafi borið á að það sé ekki nægi­lega vel gert. „Þá ger­ist það að framrúðan dett­ur bara út. Framrúðan á bæði að halda hlut­um inni í bíln­um og ut­anaðkom­andi hlut­um frá því að fara inn í bíl­inn. Hún held­ur við loft­púðann, þá aðallega farþega­meg­in að fram­an og er hluti af burðar­virk­inu þó svo að það sé kannski ekki mik­ill burður í framrúðunni, sér­stak­lega þegar hún er brot­in,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Lárus­son hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa.

Aft­ur­för frá því fyr­ir hrun

Özur Lárus­son er fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins og seg­ir hann að tölu­vert beri á illa viðgerðum tjóna­bíl­um sem rata inn á gólf hjá fag­mönn­um inn­an sam­bands­ins.„Það sem komið hef­ur fram hjá þeim aðilum sem reka lög­gilt verk­stæði er að þeir hafi orðið var­ir við aukn­ingu á illa viðgerðum bíl­um sem þeir eru að fá til sín aft­ur. Þetta eru bíl­ar sem hafa farið eitt­hvert annað í millitíðinni, inn í skúra eða skemm­ur, verið barðir til og sett­ir á göt­una og eiga að þeirra mati alls ekk­ert er­indi út á göt­una aft­ur,“ seg­ir Özur.

Þetta er sá raun­veru­leiki sem blas­ir við fag­mönn­un­um og má segja að þessi veru­leiki sé aft­ur­för frá því sem var fyr­ir fá­ein­um árum. „Þetta var komið í þokka­legt horf á ár­un­um fyr­ir hrun. Hins veg­ar hef­ur ástandið versnað eft­ir hrun hvað þetta varðar. Trygg­inga­fé­lög­in eru far­in að selja þessa bíla á upp­boðum hér og þar og það get­ur hver og einn keypt þá. Þetta var komið í nokkuð fast­ar skorður því þess­ir bíl­ar voru ein­göngu seld­ir þeim sem höfðu viður­kennt verk­stæði til að gera við, ef þeir voru þá viðgerðar­hæf­ir það er að segja. Ef þeir fóru þá ekki bara beint í niðurrif. Þetta er bæði mjög slæm og hættu­leg þróun,“ seg­ir Özur Lárus­son hjá Bíl­greina­sam­band­inu.

Hver lít­ur eft­ir hverj­um?

Sam­göngu­stofa ann­ast eft­ir­lit með um­ferð og flestu því sem henni teng­ist. En hvernig er mál­um háttað með viðgerðir á tjóna­bíl­um? „Aðkoma Sam­göngu­stofu að viðgerðum á tjóna­bíl­um er fyrst og fremst með því að hafa eft­ir­lit með þeim aðilum sem ann­ast viðgerðirn­ar. Sam­göngu­stofa hef­ur þannig eft­ir­lit með þeim aðilum sem gefa út hjól­stöðu- og burðar­virk­is­vott­orð sem og viður­kennd­um rétt­ing­ar­verk­stæðum. Eft­ir­litið felst einkum í því að fara yfir þau gögn sem til­heyra viðkom­andi bif­reið eft­ir að viðgerð er lokið,“ seg­ir Árný Ingvars­dótt­ir, staðgeng­ill upp­lýs­inga­full­trúa Sam­göngu­stofu. Aðspurð hvaða ferli hefj­ist þegar ábend­ing­um er beint til Sam­göngu­stofu í skýrsl­um Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa er svarið eft­ir­far­andi: „Þegar tjón öku­tæk­is er það mikið að Rann­sókn­ar­nefnd Sam­göngu­slysa er beðin um að skoða málið og hluti af til­drög­um slyss­ins er mögu­lega vegna ófull­nægj­andi al­mennr­ar aðalskoðunar öku­tæk­is­ins þá hef­ur nefnd­in sent at­huga­semd­ir vegna þess skoðun­ar­atriðis til Sam­göngu­stofu. Við slík til­felli ef farið yfir hvernig má skoða það atriði bet­ur og skoðun­ar­hand­bók öku­tækja breytt ef svo ber und­ir,“ seg­ir Árný Ingvars­dótt­ir um eft­ir­litið með viðgerðum tjóna­bíl­um segir í frétt á mbl.is