Fara í efni

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins

Fréttir

Nýskráningar Brimborgar á nýjum rafbílum í maí voru 131 sem nemur 31,6% af rafbílasölu maímánaðar á Íslandi og var Brimborg stærst í rafbílasölu í mánuðinum. Það sem af er ári janúar til maí 2022 hafa verið nýskráðir 543 nýir rafbílar af bílamerkjum Brimborgar sem er 26,1% af rafbílamarkaði og er yfir 45% af sölu Brimborgar á árinu hreinir rafbílar.

Heildarfjöldi nýskráninga hjá Brimborg af öllum orkugjöfum í maí voru 312 bílar sem er 109,4% aukning frá maí í fyrra. Það er umtalsvert meiri vöxtur en á heildarmarkaði í maí sem stækkaði um 68,7%. Það sem af er ári eru nýskráningar bílamerkja Brimborgar 1.205 eða 88,3% fleiri en á sama tímabili í fyrra en markaðurinn stækkaði um 60,3%.

Brimborg er eitt stærsta bílaumboð landsins og býður mikið úrval rafmagnaðra fólksbíla, jeppa og sendibíla frá sjö bílaframleiðendum, Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Opel og Peugeot. Félagið er fyrsta og eina bílaumboðið sem birtir heildstætt sjálfbærniuppgjör fyrir allan rekstur sinn skv. alþjóðlegum stöðlum og leggur mikla áherslu á hröðun orkuskipta í samgöngum.