Nýr vefur www.brimborg.is fór í loftið í vikunni. Lögð var áhersla á skýrleika í framsetningu og ítarlegt efni um bíla og þá þjónustu sem Brimborgar hefur upp á að bjóða. Á vefnum má finna upplýsingar um nýja bíla, notaða bíla, verkstæði Brimborgar, varahlutaverslun, bílaleigu og atvinnutæki svo fátt eitt sé nefnt. Brimborg valdi vefumsjónarkerfið Moya m.a. vegna þess hve vel það styður leitarvélabestun þar sem eitt af markmiðum nýja vefsins er að hann virki vel á leitarvélum. Vefurinn er hannaður sérstaklega til að laga sig að mismunandi tækjum þ.e. borðtölvum, snjallsímum og spjaldtölvum.