Fara í efni

Brimborg frumsýnir Ford Mustang og kynnir sumarleik Ford

Fréttir

Nýr Ford Mustang verður frumsýndur í Brimborg laugardaginn 13. júní í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6, milli kl. 12 og 16. Ford Mustang er stór áhrifavaldur vestrænnar dægurmenningar og ekkert lát er á vinsældum þessa glæsilega fáks.

Nýr Ford Mustang er fáanlegur á frábæru verði, eða frá 6.890.000 kr. 

Sýningarbíllinn er Ford Mustang GT Premium. Hann er knúinn V8 vél sem er 6 gíra og skilar 435 hestöflum. Hann er mjög vel búinn og má þar nefna Recaro stóla, glæsilega leðurinnréttingu og GT Performance aksturspakka. Í honum er jafnframt bakkmyndavél og Shaker Pro hljómkerfi. 

Við hvetjum áhugasama að koma í heimsókn og skoða nýjustu kynslóð goðsagnarinnar sem vekur hvarvetna eftirtek og fær hjartað til að slá örar. 

Reynsluaktu Ford og þú gætir haft heppnina með þér

Samhliða frumsýningu Ford Mustang hefst sumarleikur Ford. Allir sem reynsluaka nýjum Ford fara í pott og eiga möguleika á að vinna ferðavinning að verðmæti 250.000 kr. Auk þess fá 10 heppnir að fara í bíltúr á Ford Mustang GT ásamt ökusérfræðingi Brimborgar.

Sumarleikur Ford stendur yfir til 30. júní en dregið verður 1. júlí. Allir nýir Ford bílar eru í boði til reynsluaksturs í Sumarleik Ford nema Ford Mustang GT.