Fara í efni

Brimborg byggir við Hádegismóa

Fréttir

Bílaum­boðið Brim­borg hef­ur fengið bygg­ing­ar­rétt á 14 þúsund fer­metra lóð við Há­deg­is­móa 7 í Reykja­vík und­ir Volvo at­vinnu­tækja­svið umboðsins.

Eg­ill Jó­hanns­son, for­stjóri Brim­borg­ar, seg­ir ástæðu flutn­ings­ins vera þá að þröngt sé nú orðið um starf­sem­ina í nú­ver­andi hús­næði fyr­ir­tæk­is­ins að Bílds­höfða 6 og 8.

„Önnur starf­semi, sem teng­ist bæði bíla­leig­unni og fólks­bíla­hlut­an­um, þarf nú á því hús­næði að halda sem þar er, en Brim­borg hef­ur þre­faldað veltu sína á und­an­förn­um þrem­ur árum,“ seg­ir hann og bend­ir á að áður­nefnt at­vinnu­tækja­svið sé einnig í mikl­um vexti um þess­ar mund­ir, en þar er bú­ist við um 20% aukn­ingu á þessu ári. „Þetta eru al­mennt stór tæki sem þurfa mikið at­hafna­rými og um leið sér­hæft hús­næði,“ seg­ir hann.