SVÞ varar við hægari orkuskiptum vegna fyrirhugaðra breytinga á styrkjum – mikilvægt að tryggja virkni markaðarins
SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, vara við því að tillögur stjórnvalda um breytingar á stuðningi við kaup á rafbílum geti dregið úr hraða orkuskipta – með beinum áhrifum á starfsskilyrði bílgreinarinnar. Þetta kemur fram í frétt á Visir.is, þar sem Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, bendir á mikilvægi þess að styrkjakerfið byggi á raunverulegum áhrifum.
Í fréttinni er fjallað um endurskoðun stjórnvalda á styrkjum til rafbílakaupa. Ný úttekt sýnir að styrkirnir hafa að stærstum hluta runnið til tekjuhærri einstaklinga og þeirra sem eru yfir miðjum aldri, en nú sé ætlunin að færa stuðninginn nær tekjulægri og yngri hópum.
Benedikt segir slíkar breytingar geta haft þveröfug áhrif á framgang orkuskipta:
„Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt.
Sjá nánari frétt inná SVTH.is HÉR.
Sjá nánari frétt inná VISI.is HÉR.