Fara í efni

Breytingar á ferli vegna umsókna um viðurkenningu menntunar iðnaðarmanna

Fréttir
Við viljum vekja athyggli á breytingu varðandi umsóknir um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu erlendra iðnaðarmanna samkvæmt reglugerð nr. 585/2011.
 
Hingað til hefur Iðan fræðslusetur tekið á móti umsóknum um mat og viðurkenningu á erlendu iðnnámi.
 
Þann 1.febrúar n.k. er breyting á afgreiðslu umsókna og færist afgreiðslan yfir til ENIC NARIC (www.enicnaric.is).
 
Iðan mun áfram annast matið sjálft, þ.e. leiðtogar þeirra innan hverrar greinar munu áfram sjá um að meta samkvæmt gögnum sem ENIC NARIC sendir til fagaðila. Þegar umsögn fagaðila liggur fyrir er það einnig ENIC NARIC sem sér um afgreiðslu umsókna og leiðbeinir umsækjendum eftir atvikum um næstu skref.
 
Frétt Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis er að finna hér.