Frétt af mbl.is
Á sama tímaog heildarsala á bílum til landsmanna var 57% meiri en í fyrra hefur sala BL aukist um 99 prósent.
Eru bíltegundir sem fyrirtækið er með umboð fyrir nú með 28,5% bílamarkaðarins í heild eftir fyrstu þrjá mánuði ársins þegar allir fólks- og sendibílar eru taldir með, að því er fram kemur í gögnum frá bifreiðaumboðinu BL.
Sé einungis horft til sölu til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga voru merki BL með 27,7% hlutdeild í mars og það sem af er árinu er markaðshlutdeildin á þeim hluta markaðarins nú 25%.
Nissan var söluhæsta merki BL í mars með 130 bíla og Renault næstsöluhæst með 100 bíla. Alls seldi fyrirtækið 441 bíl í mars, þar af 248 til einstaklinga og fyrirtækja og 193 til bílaleiga.
BL með 40% sendibílamarkaðarins
Á sendibílamarkaði nam hlutdeild BL 44,23% í mars og er hún nú 39,6% það sem af er árinu. Alls hefur BL skráð 167 sendibíla á árinu, þar af 78 Renault sem jafnframt var mest seldi sendibíll landsins í mars og er einnig það sem af er árinu.
Alls voru 595 bílar skráðir á bílaleigurnar í mars og hefur sá hluti markaðarins stækkað um 87% frá í fyrra.
http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/04/04/bl_med_taep_30_prosent_bilamarkadarsins/