Fara í efni

Bíll ársins sannar sig

Fréttir

Frétt af mbl.is

Sam­keppn­in í flokki svo­kallaðra millistærðarbíla hef­ur löng­um verið hörð og þar hafa nöfn eins og VW Golf, Ford Focus og Toyota Aur­is ráðið lög­um og lof­um hér á Íslandi.

Nú er hins veg­ar kom­in veru­leg sam­keppni í nýkrýnd­um bíl árs­ins í Evr­ópu 2016, en nýr Opel Astra er ekki aðeins glæsi­leg­ur að sjá, held­ur líka góður að keyra, rúm­góður með af­brigðum og stút­full­ur af búnaði og tækninýj­ung­um. Blaðamaður Morg­un­blaðsins fékk fyrsta bíl­inn til reynslu fyr­ir nokkr­um vik­um, þá með 1,6 lítra dísil­vél­inni en einnig prófuðum við bens­ín­bíl­inn með 1,4 lítra forþjöppu­vél­inni.

Allt að 200 kíló­um létt­ari

Líkt og marg­ir aðrir bíl­ar í þess­um flokki er ný kyn­slóð end­ur­hönnuð frá grunni með nýj­um und­ir­vagni úr létt­ari og sterk­ari málm­um sem létta bíl­inn tals­vert, eða um því sem næst 200 kíló þegar best læt­ur. Und­ir­vagn­inn kem­ur frá GM og kall­ast D2 og er bíll­inn 49 mm styttri, 26 mm lægri og með 23 mm minna hjól­haf en fyrri kyn­slóð. Sterk­ari bygg­ing­ar­efni þýða venju­lega að hægt er að auka rýmið inn­an­dyra og sú er ein­mitt raun­in þótt bíll­inn sé minni um sig en fyrri kyn­slóð. Rými inn­an­dyra kem­ur veru­lega á óvart og það er al­veg sama hvar drepið er niður fæti í bók­staf­legri merk­ingu því að fóta­rými er mjög gott fyr­ir þenn­an flokk bíla. Eins er rúm­gott og djúpt far­ang­urs­rými með því besta sem ger­ist í þess­um stærðarflokki. Mæla­borðið er mun ný­tísku­legra en í f yr­ir­renn­ar­an­um og kom­inn er stór upp­lýs­inga­skjár í miðju­stokk­inn. Þar vant­ar þó leiðsögu­kerfi í ann­ars vel bún­um bíln­um, en það er bæði kost­ur og galli því að kaup­end­ur sem vilja slíkt geta ein­fald­lega bætt því við en öðrum sem finnst það óþarfi notið þess í betra grunn­verði. Á móti kem­ur að bíll­inn er með nýj­asta Apple Carplay og Android Auto svo að teng­ing við snjallsíma er af bestu gerð en þeir bjóða marg­ir hverj­ir upp á leiðsögu­kerfi.

Dísil­vél­in virk­ar stærri

Það þykir kost­ur í nýj­um bíl­um í dag þegar marg­ar vél­ar eru í boði strax í upp­hafi en sú er ein­mitt raun­in með nýj­an Opel Astra. Hægt er að velja um eins lítra og 1,4 lítra bens­ín­vél­ar með forþjöppu en Opel býst við að flest­ir velji bíl­inn með 1,6 lítra dísil­vél­inni sem kem­ur bæði í 108 og 136 hestafla út­gáf­um. Bíla­búð Benna býður upp á öfl­ugri vél­ina og hún er sann­ar­lega öfl­ug, því að 320 Newt­on­metra togið sér um að vél­in hafi nægt afl upp allt snún­ings­sviðið. Manni líður eig­in­lega eins og það sé tveggja lítra dísil­vél und­ir húdd­inu á þess­um bíl. Þar að auki er vél­in þýðgeng og hljóðlát fyr­ir dísil­vél sem er frek­ar óvana­leg­ur lúx­us í þess­um ódýr­ari flokki bíla. Upp­setn­ing fjöðrun­ar og stýris­gangs er tals­vert frá­brugðin fyrri kyn­slóð Opel Astra, en þar sem áður var áhersla á mýkt og þæg­indi er nú meiri áhersla á snagg­ara­lega akst­ur­seig­in­leika. Óhætt er að segja að upp­lif­un­in svík­ur eng­an og bíll­inn er virki­lega skemmti­leg­ur akst­urs­bíll enda stýrið sneggra að bregðast við og fjöðrun­in mun stífari. Reynd­ar er hún það stíf að bíll­inn virk­ar hast­ur á köfl­um enda gatna­kerfið á höfuðborg­ar­svæðinu ekki upp á marga fiska. Bíll­inn virk­ar mjög stöðugur í kröpp­um beygj­um og nýt­ur sín vel á hlykkj­ótt­um vegi. Þónokk­ur und­ir­stýr­ing verður þó áber­andi ef tekið er of mikið á hon­um inn í krappa beygju en ef­laust má kenna því að mestu leyti um að bíll­inn kom á harðskelja vetr­ar­dekkj­um þótt við vær­um að prófa bíl­inn á auðu mal­biki.

Sjálf­virk­ur hár geisli

Ekki verður fjallað um þenn­an bíl án þess að minn­ast nokkr­um orðum á tækninýj­ung­ar og búnað sem hon­um fylg­ir. Aðalljós­in eru af svo­kallaðir Mat­rix-gerð og eru díóðuljós að öllu leyti, en hægt er að fá þau með sjálf­virk­um háum geisla sem slekk­ur á sér sjálf­krafa þegar bíll­inn skynj­ar ljós af öðrum bíl. Við feng­um bíl­inn með svo­kölluðum AGR-sport­sæt­um sem eru fjölstill­an­leg svo ekki sé meira sagt. Þau eru raf­stýrð en einnig með nokkr­um nuddstill­ing­um auk þess að vera bæði með sæt­is­hita og kæl­ingu. Einnig er hægt að stilla og lengja setu und­ir fót­um sem er ótví­ræður kost­ur á lengri ferðum. Próf­un­ar­bíll­inn var í vel bú­inni Innovati­on-út­gáfu en slík­ur bíll með þess­ari dísil­vél kost­ar 4.290.000 kr. Grunn­verð hans með þess­ari vél er hins veg­ar 3.890.000 kr. og þá með sjálf­skipt­ingu. Grunn­verð Ford Focus með 1,5 lítra dísil­vél­inni er 100.000 kr. lægra eða 3.790.000 kr. Grunn­verð sjálf­skipts VW Golf er hins veg­ar 4.160.000 kr. með 1,6 lítra vél­inni í Trend-út­færslu svo að í þess­um sam­an­b­urði virðist verð Opel Astra vera vel sam­keppn­is­hæft. Það sama má reynd­ar segja um ann­an sam­an­b­urð á milli véla og skipt­inga, Opel Astra kem­ur sterk­ur inn sem vinn­ings­hafi á góðu verði.

http://www.mbl.is/bill/domar/2016/04/21/bill_arsins_sannar_sig/