Fara í efni

Bílgreinin líður fyrir verkfall flugmanna

Fréttir

Stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af af­leiðing­um verk­falls flug­manna Icelanda­ir.  Verk­fallið get­ur haft mik­il áhrif á bíl­grein­ina, enda hafa bíla­leig­ur lagt inn pant­an­ir á hátt í fjög­ur þúsund bíl­um fyr­ir sum­arið, sem af­henda átti að mestu leyti í maí og júní. Að sama skapi mun þetta hafa áhrif á hóp­ferðafyr­ir­tæki. 

„Nú þegar eru bíla­leig­ur byrjaðar að end­ur­skipu­leggja af­hend­ing­ar á bíla­leigu­bíl­um sem komn­ir eru til lands­ins eða eru á leiðinni. Og í ein­staka til­vik­um hafa komið afp­ant­an­ir frá þeim til bílaum­boðanna. Verk­falli má líkja við nátt­úru­ham­far­ir eins og eld­gos, þar sem mik­il óvissa er um fram­gang og hversu lengi ham­far­irn­ar vara. Þegar svo er þá fara ferðamenn, sem ættu þessa stund­ina að vera bóka ferðir sín­ar til lands­ins, að end­ur­meta ferðaáætlan­ir sín­ar. Við telj­um því að þess­ar aðgerðir hafi mjög skaðleg áhrif og treyst­um því að viðsemj­end­ur nái sam­an sem fyrst,“ seg­ir Özur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins.

Bíla­leig­ur hafa undafar­in ár verið mjög drjúg­ur hluti bíla­sölu í land­inu. Allt frá því að vera um 60% af bíla­sölu árið 2010 og í ár er því spáð að bíla­leiga verði um 40% af bíla­sölu árs­ins.  Tekj­ur bíl­grein­ar­inn­ar vegna sölu og þjón­ustu á bíla­leig­um er því um­tals­verður hluti af rekstri bíl­grein­ar­inn­ar og því ljóst að bíl­grein­in mun verða fyr­ir mikl­um skakka­föll­um verði ekki leyst úr þess­ari kjara­deilu hið fyrsta.

Bíl­greina­sam­bandið vill einnig minna á að í samn­ing­um SA og launþega hafi al­mennt verið samið um 2,8% al­menna launa­hækk­un á ár­inu 2014, með það að mark­miði að verðbólgu sé haldið í skefj­um og að kaup­mátt­ar­aukn­ing eigi sér stað. All­ar at­vinnu­grein­ar þurfa að taka þátt í þessu sam­eig­in­lega verk­efni lands­manna.