Nýr S-Class er stærri og rennilegri en fyrri gerð og býður upp á enn betri aksturseiginleika. Hann er boðinn með sparneytnum BlueTEC dísilvélum, aflmiklum og skilvirkum bensínvélum og jafnframt fáanlegur í Hybrid-útfærslu, með rafmótor og bensínvél, í einkar umhverfisvænni gerð. Hann er einnig boðinn með 4MATIC aldrifskerfinu og flaggskipin eru svo S AMG 63 og S AMG 65.
Meðal búnaðar í nýjum S-Class er Mercedes-Benz Intelligent Drive. Þetta er tækni sem veitir 360 gráða útsýni til allra átta. Auk þess er í framrúðunni myndavél með fjöllinsutækni sem greinir staðsetningu hluta og vegfarenda á veginum og reiknar út feril þeirra.
S-Class er einnig búinn MAGIC BODY fjöðrunarkerfi markar tæknileg tímamót en kerfið lagar sig að ójöfnum á veginum framundan áður en ekið er yfir þær. Bíllinn er einnig með mikinn hátækni öryggisbúnað m.a. árekstrarvara sem virkjar með sjálfvirkum hætti hemlakerfið sé yfirvofandi hætta á slysum og akreinavara sem lætur ökumann vita með titringi í stýri ef bíllinn víkur út af sinni akrein. S-Class er einnig búinn athyglisvara sem greinir ef höfgi sígur á ökumann og blindblettsvara sem lætur ökumann vita ef hann verður ekki var við umferð til hliðar við sig, t.d. við akreinaskipti.
Meðal þægindabúnaðar má nefna fjölaðgerðastýri með 12 aðgerðum, loftfrískunarkerfi með ilmgjafa, hita og kælingu í sætum ásamt nuddaðgerð. Á afþreyingarsviðinu má nefna COMAND upplýsingakerfi og Burmeister hljómkerfi með allt að 24 hátölurum.