Fara í efni

Bílasýningin Allt á hjólum í Fífunni á helginni

Fréttir

Bílaum­boðið Askja mun frum­sýna þrjá spenn­andi bíla á bíla­sýn­ing­unni ,,Allt á hjól­um” í Fíf­unni um helg­ina. Þar ber hæst að nefna glæsi­leg­an Mercedes-Benz S-Class Plug-in Hybrid út­færslu af S-lín­unni, flagg­skipi þýska lúx­us­bíla­fram­leiðand­ans.

Þá verða einnig frum­sýnd­ir nýir Mercedes-Benz CLA Shoot­ing Bra­ke og Kia Soul SUV sem einnig eiga vafa­lítið eft­ir að vekja mikla at­hygli um helg­ina. Þá verður fjöldi annarra spenn­andi fólks­bíla frá Mercedes-Benz og Kia á sýn­ing­unni sem og at­vinnu­bíl­ar frá Mercedes-Benz.

„S-Class Plug-in Hybrid er lúx­ust­vinn­bíll sem er mjög afl­mik­ill en eyðslan er ótrú­lega lág. Bíll­inn er bú­inn raf­mótor og 3 lítra V6 vél sem skil­ar 333 hest­öfl­um.Mercedes-Benz S-Class tvinn­bíll­inn verður í Fíf­unni.

Há­mark­s­tog er 480 Nm. Bíll­inn er aðeins 5,2 sek­únd­ur úr kyrr­stöðu í hundraðið og há­marks­hraði bíls­ins er 250 km/​klst. Eyðslan er aðeins 2,8 lítr­ar á hundraðið sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­leiðanda og meng­un­in er aðeins 65 g/​km. Þetta eru ótrú­leg­ar töl­ur miðað við afl bíls­ins. Bíll­inn er bú­inn öll­um þeim lúx­us­búnaði og tækni sem S-Class er þekkt­ur fyr­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Öskju.

CLA Shoot­ing Bra­ke er afar sport­leg­ur lang­bak­ur sem vakið hef­ur mikla at­hygli fyr­ir fal­lega hönn­un. Bíll­inn er með 2,2 lítra dísil­vél sem skil­ar 177 hest­öfl­um og há­mark­s­tog er 350 Nm. Þrátt fyr­ir prýðilegt afl er eyðslan aðeins frá 4 lítr­um á hundraðið og meng­un­in aðeins frá 105 g/​km sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­leiðanda.

Nýja út­færsl­an af Kia Soul SUV er með jepp­linga út­lit, með bretta­könt­um og sílsal­ist­um.

Mercedes-Benz CLA Shoot­ing Bra­ke verður frum­sýnd­ur í Fíf­unni.

 Auk þess kem­ur hann á 18" felg­um, með High gloss stuðara, LED ljós­um, leður inn­rétt­ingu, raf­magns­still­ingu í bíl­stjóra­sæti, 8" skjá með leiðsögu­kerfi og bakk­mynda­vél. Kia Soul SUV er sjálf­skipt­ur með 1,6 lítra dísil­vél sem skil­ar 128 hest­öfl­um og er mjög eyðslugrönn og um­hverf­ismild.

Askja mun einnig sýna úr Mercedes-Benz lín­unni GLA sportjepp­ann, CLA 45 AMG sem og CLA í hefðbund­inni fjög­urra dyra, coupé út­færslu. Kia meg­in verða til sýn­is Soul í dísilút­færslu, Soul EV raf­bíl­inn, Sor­ento, Optima, Car­ens og Rio. Þá verða sýnd­ir at­vinnu­bíl­ar frá Mercedes-Benz m.a. Vito, Cit­an og V-Class.