Bílasýningin Bílgreinasambandsins "Allt á hjólum" verður haldin helgina 9-10 maí nk. í Fífunni Kópavogi. Sýningin verður með svipuðu sniði og sýningin vorið 2013 en sú heppnaðist frábærlega og heimsóttu yfir 20.000 manns sýninguna
Sigurður Kr. Björnsson hefur verið ráðin verkefnisstjóri en hann hefur sinnt því starfi á síðustu sýningum. Stærsta breytingin nú frá fyrri sýningum snýr að aðstöðu en nú verður húsið afhent með gólfi þe. gervigrasið verður klætt.
Hér að neðan gefur að líta nokkur atriði tengd sýningunni:
Helgin 9.-10. maí í Fífunni.
- Fyrst og fremst er þetta sölusýning fyrir fyrirtæki sem eru að selja vörur og þjónustu tengt þemanu.
- Markaðssetning verður öflug og sameiginleg sem tryggja ætti mjög góða aðsókn.
- Ókeypis er fyrir gesti á sýninguna sem gerir það enn meira aðlaðandi fyrir fyrirtæki að taka þátt.
- Þátttökugjaldi er stillt í hóf og er ódýrara fyrir fyrirtæki að taka þátt í svona sýningu en að auglýsa og halda sýningu sjálft.
- Þátttökugjald mun dekka leigu á húsnæði sem og allan sameiginlega markaðs- og kynningarkostnað ásamt öðrum sameiginlegum kostnaði sem hlýst við að halda sýningu sem þessa.
- Þátttakendur fá mun meiri fólksfjölda til að skoða sína vöru en það fengi ella á heimavelli.
Nánari upplýsinga veitir Sigurður Kr Björnsson verkefnastjóri sýningarinnar en hann er með netfangið siggikr.2011@gmail.com eða Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins ozur@bgs.is