Fara í efni

Bíla­sala í sam­ræmi við vænt­ing­ar þrátt fyr­ir ótíð.

Fréttir

www.mbl.is

Upp­lýs­ing­ar um sölu fólks­bíla, sendi­bíla og bíla­leigu­bíla það sem af er ári sýna m.a. fylgni í auk­inni sölu til bíla­leig­anna sam­fara aukn­um ferðamanna­straum. Þær staðfesta einnig að áætlan­ir um bíla­sölu það sem af er ári hafa hald­ist þrátt fyr­ir rysj­ótta tíð, einkum fe­brú­ar.

Sala í mars hef­ur farið vel af stað og um helg­ina voru t.d. þrír nýir bíl­ar frum­sýnd­ir hjá BL við Sæv­ar­höfða, nýr og tækni­vædd­ur Su­baru Out­back, Su­baru For­ester sem kom­inn er með sjálf­skipt­ingu við dísil­vél­ina og Renault Mega­ne í Lim­ited út­gáfu.

Þetta kem­ur fram í skýrslu frá BL bílaum­boðinu um bíla­söl­una í heild það sem af er ár­inu. Þar seg­ir, að heild­ar­sala á nýj­um fólks­bíl­um, sendi­bíl­um og bíla­leigu­bíl­um í janú­ar og fe­brú­ar hafi verið rúm­um 27 pró­sent­um meiri en á sama tíma­bili 2014 og þrátt fyr­ir ri­sjótta tíð í nýliðnum fe­brú­ar hafi bíla­sala umboðanna verið í sam­ræmi við vænt­ing­ar.

 Subaru Outback var sýnd athygli á bílasýningu hjá BL um helgina.
Su­baru Out­back var sýnd at­hygli á bíla­sýn­ingu hjá BL um helg­ina.
„Sala bíla­leigu­bíla virðist hald­ast nokkuð vel í hend­ur við aukn­ingu markaðar­inns og má leiða að því lík­um að bíla­leig­urn­ar njóti mjög vax­andi fjölda ferðamanna yfir vetr­ar­mánuðina.

Ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki önn­ur en bíla­leig­ur keyptu 506 bíla í fe­brú­ar, sem er um 28% aukn­ing milli ára. Fólk virðist ekki hafa látið veðrið slá sig út af lag­inu enda hef­ur und­an­farið verið mikið um frum­sýn­ing­ar á nýj­um og spenn­andi bíl­um af ýms­um stærðum og gerðum. Sömu sögu er að segja af fyr­ir­tækj­um sem leita nú í aukn­um mæli en áður að upp­lýs­ing­um um hag­kvæma end­ur­nýj­un bíla­flota sinna, m.a. með kaup­um á raf­bíl­um.“

Áfram­hald­andi sterk markaðshlut­deild

Seg­ir enn­frem­ur í skýrsl­unni að töl­ur sýni að BL sé með mesta markaðshlut­deild ein­stakra bílaum­boða á land­inu það sem af er ári. Ann­ars veg­ar í sölu bíla til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, eða 25,1%, og hins veg­ar í sölu til bíla­leiga, eða 27,7%. Loks seg­ir, að nýhaf­inn mars­mánuður hafi farið vel af stað hjá fyr­ir­tæk­inu.

Í öðru sæti í fyrr­nefnda flokkn­um er Brim­borg með 17,8% hlut­deild og Hekla í þriðja sæti með 16,8%. Í sölu til bíla­leiga er Suzuki í öðru sæti með 23,8% skerf og í þriðja sæti Toyota með 14,9%.