Fara í efni

Bílaris­inn Fiat Chrysler eign­ast heim­ili á Íslandi

Fréttir

Frétt af mbl.is

Það er ekki á hverj­um degi sem Íslend­ing­ar eign­ast nýtt bílaum­boð, og hvað þá umboð fyr­ir risa­fram­leiðanda. Íslensk-Banda­ríska, Ísband, í Mos­fells­bæ hef­ur tek­ist að gera umboðssamn­ing við Fiat-Chrysler og eru fyrstu bíl­arn­ir ný­komn­ir til lands­ins.

Októ Þorgríms­son, eig­andi og for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir svo mikið úr­val bíl­teg­unda inn­an Fiat-Chrysler-fjöl­skyld­unn­ar að þegar all­ar teg­und­irn­ar verða í boði komi umboðið næst á eft­ir B&L í fjölda vörumerkja.

Und­ir Fiat-Chrysler heyra meðal ann­ars Jeep, Dod­ge, Ram, Alfa Romeo og vita­skuld Chrysler og Fiat. „Við verðum eitt af ör­fá­um lönd­um í heim­in­um sem verður með öll vörumerki sam­steyp­unn­ar og njót­um þar góðs af því að vera mitt á mili evr­ópska markaðar­ins og þess banda­ríska,“ seg­ir Októ en í fyrstu verður lögð áhersla á Ram og Dod­ge, Fiat og Fiat Professi­onal, að ógleymd­um Jeep. Inn­flutn­ing­ur á Alfa Romeo- og Chrysler-bíl­um mun hefjast á næsta ári.

Ítali í út­rás­ar­ham

Fiat og Chrysler sam­einuðust að fullu árið 2014 og hef­ur verið stýrt af mikl­um metnaði af Ítal­an­um Sergio Macchi­o­ne. Októ seg­ir að mik­il áhersla Macchi­o­ne á vöxt sam­steyp­unn­ar hafi hjálpað til að koma litla Íslandi á radar­inn hjá þess­um alþjóðlega bílarisa. Ísband hef­ur um all­langt skeið flutt inn bíla á eig­in veg­um. „Þetta hafa iðulega verið holl af bíl­um sem falla milli þilja þegar aðstæður breyt­ast á til­tekn­um markaði, s.s. ef óvænt breyt­ing á tolla­lög­um veld­ur því að stór pönt­un verður ekki eins sölu­væn­leg og reiknað var með. Í gegn­um þau viðskipti kynn­umst við Gene Heidem­an, fyrr­um for­stjóra Chrysler fyr­ir Evr­ópu­markað, sem síðan hjálp­ar okk­ur að ná til eyrna fólks­ins í efstu stöðum í höfuðstöðvum Fiat-Chrysler í Detroit.“

Það var nokk­urra ára ferli að fá umboðið, ít­ar­leg könn­un var gerð á Októ og Ísband og mikl­ar kröf­ur um þjón­ustu við viðskipta­vini. „Þeir at­huguðu bak­grunn minn ræki­lega og öfluðu upp­lýs­inga um bílaviðskipti okk­ar og þjón­ustu við ís­lenska neyt­end­ur. Macchi­o­ne hef­ur verið að ryðja Fiat-Chrysler leið inn á ný markaðssvæði og ef­laust að hann hef­ur séð að þótt ís­lenski markaður­inn sé ekki stór þá geti hann hjálpað til að ná sölu­töl­un­um upp á heimsvísu.“

Stakk­ur eft­ir vexti

Að sögn Októ þurfti að fá Fiat-Chrysler til að taka til­lit til aðstæðna á Íslandi. „Við gerðum þeim ljóst að Ísland er ekki nema 330.000 manna sam­fé­lag og að nauðsyn­legt væri að slaka á ströngustu stöðlum. Við get­um ekki í fyrstu at­rennu byggt veg­legt nýtt versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði þar sem öll­um ítr­ustu kröf­um er full­nægt, og gefa þarf fyr­ir­tæk­inu tíma til að byggja rekst­ur­inn upp á skyn­sam­an hátt.“

Að Fiat Chrysler skuli hafa eign­ast umboðsmann á Íslandi ætti að vera gleðifrétt­ir fyr­ir þá sem eru í bíla­kaupa­hug­leiðing­um enda von á mörg­um spenn­andi bíl­um á markaðinn. Bind­ur Ísband m.a. mikl­ar von­ir við jepp­ana frá Jeep. „Jeep sam­ein­ar í einu öku­tæki al­vörujeppa og bíl sem er hent­ug­ur fyr­ir borg­arakst­ur. Grand Cherokee er flagg­skipið, veg­leg­ur og vel út­bú­inn, og í næstu stærð þar und­ir kem­ur Cherokee, ögn minni um sig. Verður svo gam­an að sjá hvernig nýi Jeep Renega­de fell­ur í kramið, en hann er í smájeppa­stærð og hef­ur selst mjög vel í öðrum lönd­um. Ekki má held­ur gleyma Wrangler en sá sí­gildi jeppi hef­ur m.a. notið vin­sælda hjá efna­meiri karl­mönn­um sem lang­ar í öfl­ugt leik­tæki fyr­ir krefj­andi vegi og ófær­ur.“

All­ir flott­ir á Fiat 500

Fiat-merkið ætti líka að gera lukku og nefn­ir Októ þar fyrst af öllu vel hepp­anaða Fiat 500-smá­bíl­inn. „Hönn­un 500-týp­unn­ar tókst svo vel að hún er orðin að heilli fjöl­skyldu bíla, allt upp í 500x smájepp­ann. Þó að 500-bíl­arn­ir séu litl­ir þykja þeir hafa á sér ákveðinn glæsi­leika sem aðra smá­bíla vant­ar og er bíll sem all­ir geta verið flott­ir á,“ seg­ir hann. „Hin hliðin á fram­boðinu hjá Fiat er „functi­onal“-fjöl­skyld­an þar sem enn meiri áhersla er lögð á hag­kvæmni. Þar má t.d. finna Fiat Panda og Fiat Tipo sem hafa verið vin­sæl­ir fjöl­skyldu- og at­vinnu­bíl­ar.“

Fiat-Chrysler-umboðið mun selja Fiat og Fiat Professi­onal-at­vinnu­bíl­ana með fimm ára ábyrgð. „Mikl­ar fram­far­ir hafa átt sér stað í allri hönn­un, fram­leiðslu og gæðaeft­ir­liti og því mun fram­leiðand­inn geta boðið ís­lensk­um kaup­end­um upp á 5 ára ábyrgð.“

Ekta am­er­ísk­ir pall­bíl­ar

Af Chrysler-bíl­un­um nefn­ir Októ Chrysler Pacifica-smárút­una sem fá­an­leg verður sem ten­gilt­vinn­bíll en aðrir bil­ar í Chrysler-lín­unni verða lík­lega ekki á því verðbili að hent­ugt verði að flytja þá til Íslands að svo stöddu. „Við leggj­um þá í staðinn áherslu á pall­bíl­ana frá Ram. Pall­bíl­ar eiga trygg­an kaup­enda­hóp á Íslandi, s.s. hjá björg­un­ar­sveit­un­um, hesta­fólki og hjá ým­iss kon­ar verk­tök­um. Þetta eru vinnuþjark­ar en eru í dag líka orðnir eins og lúx­us­bíl­ar að inn­an og auðvelt að aka þeim.“

Umboðið tók við fyrstu bíl­un­um niðri við Sunda­höfn fyrr í þess­um mánuði en ís­lenska Fiat-Chrysler-umboðið mun ekki opna form­lega fyrr en á haust­mánuðum. „Við höf­um ráðið til okk­ar reynda bif­véla­virkja og mun Jó­hann­es Jó­hann­es­son verða fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu­sviðsins, en hann starfaði áður til fjölda ára á þjón­ustu­sviði Toyota. Þá erum við að tryggja gott þjón­ustu­net um land allt.“

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/07/08/fiat_chrysler_eignast_heimili_her/