Fara í efni

Bíl­ar hafa lækkað um 8-16%

Fréttir

Frétt af mbl.is

Verð á nýj­um bíl­um lækkaði jafnt og þétt sl. ár vegna hag­stæðs geng­is krónu gagn­vart öðrum gjald­miðlum. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að bíl­ar lækkuðu í verði um 8-16%.

Páll Þor­steins­son, upp­lýs­inga­full­trúi Toyota á Íslandi, seg­ir að þar hafi bíl­ar lækkað um 10-16% á síðasta ári. „Síðustu 18 mánuðir voru mjög góðir hjá okk­ur. Ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki eru að end­ur­nýja bíl­ana sína og eig­um við von á að sal­an í ár verði ívið meiri en í fyrra,“ seg­ir Páll enn­frem­ur.

Markaðsstjóri BL, Loft­ur Ágústs­son, hef­ur svipaða sögu að segja. Þar hafi al­geng­ustu gerðir bíla lækkað um 8-10%, en dæmi sé um tæp­lega 15% verðlækk­un.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/01/14/bilar_hafa_laekkad_um_8_16_prosent/