Fara í efni

Bíla­kaup staðgreidd að stór­um hluta

Fréttir

Frétt af mbl.is

Skuld­setn­ing ein­stak­linga vegna bíla­kaupa er mun minni en hún var fyr­ir ára­tug og fáir nýta sér láns­hlut­fallið sem fjár­mála­stofn­an­ir bjóða upp á til fulls. Þetta kem­ur fram í svör­um þriggja bílaum­boða við fyr­ir­spurn mbl.is. 

„Al­mennt hef­ur inn­borg­un og eigið fé í bíl­um auk­ist tölu­vert síðustu ár en það er mis­jafnt milli bíl­teg­unda,“ seg­ir Jón Trausti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri bílaum­boðsins Öskju. Hann seg­ir að staðgreiðsla sé al­geng­ari við kaup á lúx­us­bíl­um en að jafnaði sé staðgreitt í helm­ingi til­vika. Með staðgreiðslu er einnig átt við það þegar notaður bíll er tek­inn upp í.

„Fyr­ir ára­tug var mikið lánað og al­gengt að fólk tæki 90% lán en síðan hafa fjár­mála­fyr­ir­tæki hert regl­ur varðandi fjár­mögn­un á bíl­um, til dæm­is með því að krefjast greiðslu­mats fyr­ir bíla­lán sem eru hærri en tvær millj­ón­ir króna.“

4 af 66

María Jóna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sölu hjá Heklu, hef­ur svipaða sögu að segja. 

„Við sjá­um að það er mikið um að bíl­ar séu staðgreidd­ir og að notaðir bíl­ar séu tekn­ir upp í. Notaði bíla­markaður­inn er erfiður og fólk á erfitt með að selja þá,“ seg­ir María Jóna. 

Hún spurði einn sölu­mann í fljótu bragði um stöðuna á fjár­mögn­un bíla­kaupa. Hann sel­ur bíl­teg­und sem er verðlögð í kring­um 4-5 millj­ón­ir króna og í ljós kom að 4 af 66 kaup­end­um tóku á sig lán við kaup­in og aðeins 2 voru með 90% lán. Rest­in var staðgreidd. 

Rekst­ar­leig­an jafn­gildi láns

Í sama streng tek­ur Eg­ill Jó­hanns­son for­stjóri Brim­borg­ar. 

„Það er mun lægri skuld­setn­ing við bíla­kaup í dag held­ur en fyr­ir hrun,“ seg­ir Eg­ill og bæt­ir við að lítið sé um að kaup­end­ur séu að full­nýta 90% láns­hlut­fall sem sum­ar lána­stofn­an­ir bjóða upp á, nær sé að kaup­end­ur séu að nýta 60 til 70%. 

„Það sem menn gleyma líka að tala um er að fyr­ir hrun var rekstr­ar­leiga mjög al­geng, bæði til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Hún er nán­ast ekki til í dag og hún var í raun 100% lán. Fólk lagði ekk­ert út, borgaði mánaðargreiðslur og skilaði bíln­um til baka.“

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/07/17/bilakaup_stadgreidd_ad_storum_hluta/