Fara í efni

Bíla­fram­leiðend­ur töpuðu á hjálp­arpakka

Fréttir

Árið 2009 kynntu banda­rísk stjórn­völd verk­efnið „Cash for Clun­kers“, þar sem eig­end­um óspar­neyt­inna bíla gafst kost­ur á að fá allt að 4.500 dala styrk ef þeir skiluðu inn bíln­um og keyptu sér nýj­an.

Verk­efnið var kynnt með þeim for­merkj­um að verið væri að taka meng­andi og eyðslu­freka bíla úr um­ferð og skipta út fyr­ir eyðslugrennri og um­hverf­i­s­vænni bíla. Ekki síður var verk­efn­inu ætlað að hjálpa banda­rísk­um bíla­fram­leiðend­um í dýpstu lægð alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar, enda myndi sala á nýj­um bíl­um aukast.

Nú hef­ur rann­sókn þriggja hag­fræðinga við Texas A&M-há­skól­ann leitt í ljós að í reynd töpuðu bíla­fram­leiðend­urn­ir á hjálp­arpakk­an­um.

Eru þá ótal­in hagrænu áhrif­in á markaðinn fyr­ir notaða bíla, og áhrif þess að Cash for Clun­kers varð til þess að fjöldi öku­færra og brúk­an­legra bíla var eyðilagður.

Hefðu keypt dýr­ari bíla

Wall Street Journal grein­ir frá því að þriggja millj­arða dala pen­inga­gjöf­in hafi örvað mjög bíla­sölu í þá tvo mánuði sem átakið stóð yfir, en ef ekki hefði verið fyr­ir Cash for Clun­kers hefðu selst bíl­ar fyr­ir 2,6–4 millj­örðum dala hærri upp­hæð.

Ástæðan er sú að ef ekki hefði verið fyr­ir átakið hefðu neyt­end­ur á end­an­um keypt sér dýr­ari bíla.

Í stuttu máli rýndu hag­fræðing­arn­ir í rann­sókn­ir á neyt­end­um á Texas-markaðssvæðinu og komust að því að all­stórt hlut­fall þeirra sem nýttu sér til­boð stjórn­valda var í bíla­kaupa­hug­leiðing­um og hefði hugsað sér að kaupa nokkuð eyðslu­mik­inn bíl með fleiri hest­öfl, og um leið með hærri verðmiða.

Cash for Clun­kers fylgdi það skil­yrði að keypt­ur yrði spar­neyt­inn bíll, og urðu því smærri bíl­ar fyr­ir val­inu með minni mótor, lægri verðmiða og þar með minni sölu­tekj­ur fyr­ir bíla­fram­leiðend­ur.

WSJ bæt­ir við að hvert tonn af kolt­ví­sýr­ingi í út­blæstri sem verk­efnið sparaði hafi kostað á bilnu 237 til 288 dali, en sam­fé­lags­leg­ur kostnaður af hverju kolt­ví­sýr­ing­st­onni er met­inn á 33 dali segir í frétt á mbl.is