Fara í efni

Bíla­búð Benna styrk­ir Mæðra­styrksnefnd

Fréttir

Bílabúð Benna styrkir Mæðrastyrksnefnd

Eins og und­an­far­in ár hafa eig­end­ur Bíla­búðar Benna ákveðið, í staðinn fyr­ir að senda jóla­gjaf­ir til viðskipta­vina sinna, að styrkja fjöl­skyld­ur sem þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarn­ar.

Nú á dög­un­um færði fyr­ir­tækið Mæðra­styrksnefnd 100 ham­borg­ar­hryggi, af stærstu gerð, til gjafa til skjól­stæðinga sinna.

„Það er órjúf­an­leg­ur part­ur af jóla­hátíðinni hjá okk­ur að hitta kon­urn­ar frá Mæðra­styrksnefnd og liðsinna þeim í hjálp­ar­starf­inu,“ seg­ir Mar­grét Beta, hjá Bíla­búð Benna, í til­kynn­ingu.

„Þetta eru sann­kallaðar hetj­ur, sem gegnt hafa mik­il­vægu hlut­verki í ís­lensku sam­fé­lagi og virki­lega ánægju­legt fyr­ir okk­ur að hafa tök á því að veita þessu góða mál­efni lið, fyr­ir þeirra milli­göngu.“ seg­ir Mar­grét Beta.