Fara í efni

Besti ódýri smá­bíll­inn fimm ár í röð

Fréttir

Frétt af mbl.is

Bílsmiður­inn Dacia, sem er í eigu Renault, sæk­ir stöðugt í sig veðrið og til að mynda eru kaup­end­ur slíkra bíla í Frakklandi ánægðari með val sitt en nokkr­ir aðrir. Nýj­asta rós­in í hnappagat Dacia er að Sand­erobíll­inn hef­ur verið val­inn besti smá­bíll árs­ins í flokki ódýr­ari smá­bíla.

Dacia Sand­ero hef­ur ekki staðið ís­lensk­um neyt­end­um til boða enn sem komið er, umboðið býður aðeins upp á nokkra stall­bræður hans; jepp­ann Dust­er, lang­bak­inn Log­an og sendi­bíl­inn Dokk­er. 

Það er breska bíla­ritið What Car? sem stend­ur fyr­ir um­ræddri út­nefn­ingu bíla árs­ins í Bretlandi. Valdi blaðið Sand­ero sem „besta smá­bíl­inn und­ir 12 þúsund pund­um“ á verðlauna­hátíð í London.

Þetta er fimmta árið í röð sem Sand­ero hlýt­ur þessi verðlaun What Car? Bíll­inn hlaut verðlaun­in fyrst árið 2013 þegar hann kom á markað í Bretlandi og hef­ur síðan hlotið þau ár­lega sam­fara aukn­um búnaði sem fram­leiðand­inn hef­ur bætt við, en þó sér­stak­lega í nýj­ustu ár­gerðinni.

Steve Hunt­ing­ford, rit­stjóri What Car? seg­ir eng­an nýj­an bíl á breska markaðnum bjóða jafn mikið pláss í þess­um stærðarflokki auk þess sem gæði og frá­gang­ur í farþega­rým­inu hafi batnað mikið. „Síðast en ekki síst er betra að aka bíln­um en áður og akst­ur­seig­in­leik­ar Sand­ero eru ótrú­lega mikl­ir miðað við hvað hann er ódýr,“ sagði Hunt­ing­ford við verðlauna­af­hend­ing­una. Dacia Sand­ero er fimm dyra hlaðbak­ur, sem kost­ar frá aðeins sem svar­ar 725 þúsund­um króna í Bretlandi, enda er hann ódýr­asti nýi bíll­inn sem völ er á þar í landi. Markaðshlut­deild Dacia á breska markaðnum fer stöðugt vax­andi og seldi fram­leiðand­inn þar um 26.500 bíla á síðasta ári.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/01/24/besti_odyri_smabillinn_fimm_ar_i_rod/