Bílaumboðið Bernhard frumsýnir nú um helgina nýjan Peugeot 2008, nettan og umhverfisvænan bíl, þar sem hönnun, tækni, þægindi og öryggi eru í fyrirrúmi, eins og þar segir.
„Peugeot 2008 sameinar bestu eiginleika fyrirrennara hans 205, 206 og 207, auk þess að vera, léttari, minni (að utan), stærri (að innan) og með minni loftmótstöðu. Með nýrri hönnun og meiri staðalbúnaði skilur hann sig síðan frá samkeppnisaðilunum. Peugeot er fyrsti bíllinn í sínum stærðarflokki sem fær fimm stjörnur í nýjum og endurbættum öryggisprófunum EuroNCAP,“ segir í tilkynningu um frumsýninguna.
Peugeot 2008 fæst í þremur útfærslum: Access, Active og Allure og hægt verður að velja um sjö vélarstærðir, bæði bensín eða dísil, með eldsneytiseyðslu við blandaðan akstur frá 3,4 – 4,5 lítrar á hundraðið og CO2 útblástursgildi frá 87g – 104g. Peugeot 2008 kostar frá kr. 2.290.000.
Sýningin fer fram í salarkynnum Bernhard í Vatnagörðum 24-26 í Reykjavík. Opið er á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 16 og sunnudag milli kl. 13 og 16.