Fara í efni

Aygo-ði farðu og skemmtu þér!

Fréttir

Það tald­ist til tals­verðra tíðinda þegar Toyota sendi Aygo fyrst frá sér árið 2004 enda bíll­inn skemmti­lega hannaður borg­ar­bíll með lág­marks­eyðslu.

Tíu árum seinna er önn­ur kyn­slóð þessa vin­sæla bíls kom­in fram á sjón­ar­sviðið og það skal segj­ast hér og nú að hinn nýi Aygo er föður­betr­ung­ur í flesta staði. Hann hef­ur svo að segja allt til að bera sem bíl­ar í hinum smá­gerða A-flokki þurfa að hafa – sterk út­lit­s­ein­kenni, spar­neytni og lipra akst­ur­seig­in­leika. Hvað plássið varðar þá er það ágætt í fram­sæt­um en held­ur hall­ar á farþega í aft­ur­sæti. Þar er með naum­ind­um pláss fyr­ir full­orðna og í lengri öku­ferðir er ekki mælt með þeim.

X-ið merk­ir staðinn Það fyrsta sem slær mann þegar hinn nýi Aygo mæt­ir sjón­um manns er sterk­ur fram­end­inn. Plássið fyr­ir öku­mann og farþega í fram­sæti er al­veg ágætt og ekki skrýtið að áhersl­an sé þar. Borg­ar­bíl­ar í A-flokki eru oft­ar en ekki fyr­ir eig­end­ur þar sem ekki nema tveir, stund­um jafn­vel einn, eru í heim­ili.

Hér hafa hönnuðir Toyota teflt býsna djarft en svip­mikið x-ið sem ein­kenn­ir „and­litið“ á bíln­um ein­fald­lega krefst at­hygli og það sem meira er, hönn­un­in geng­ur upp. Til eru bíl­ar með óhefðbundið út­lit sem eru ekki bein­lín­is fal­leg­ir en sérstaðan gef­ur þeim ákveðinn sjarma. Aygo er aft­ur á móti bók­staf­lega flott­ur og sigl­ir vængj­um þönd­um inn í A-flokk­inn sem er þétt­set­inn af frísk­leg­um smá­bíl­um sem eyða litlu og er hægt að breyta með nán­ast óend­an­leg­um val­kost­um varðandi lita­sam­setn­ing­ar og inn­rétt­ing­ar. En út­litið er til alls fyrst og það er hörku­vel heppnað. Í kynn­ing­ar­efni frá Toyota kem­ur líka fram að x-ið ligg­ur bíln­um hvarvetna til grund­vall­ar; grunn­gerðin nefn­ist ein­fald­lega x, grunn­gerðin til breyt­inga kall­ast „x-play“ og sér­út­gáf­urn­ar þrjár bera heit­in „x-cite“, „x-clusif“ og „x-pure“ – að ekki sé minnst á marg­miðlun­ar­kerfið sem heit­ir x-touch en í því felst prýðileg­ur sjö tommu snerti­skjár, bakk­mynda­vél og snjallsíma­teng­ing sem virk­ar bæði með iP­ho­ne- og Android-sím­um. Allt sam­an prýðilega fram­sett og frá­gang­ur traust­vekj­andi.

Vel inn­réttaður smá­bíll

Annað er eft­ir því inn­an­dyra því Aygo-inn er furðan­lega fínn inn­an­dyra þegar haft er í huga að hér er bíll sem á að vera eins létt­ur og hægt er, helst að eyða sama og engu og svo auðvitað kosta sem allra minnst. Með þetta í huga kem­ur búnaður­inn eig­in­lega á óvart, og annað er eft­ir því þegar inn er sest. Þótt það sé slatti af plasti í mæla­borðinu kem­ur það ekki svo mjög að sök því allt virk­ar mass­íft og ramm­gert á mann. Þá er hægt að panta sér­staka liti á allt mögu­legt inn­an­stokks, hvort held­ur það er ramm­inn utan um snerti­skjá­inn, gjörðin utan um miðstöðvar­göt­in, gír­stang­ar­um­gjörðin eða hvað sem vera skal. Hvað sem fólk kann að vilja herma upp á hinn nýja Aygo þá er skort­ur á mögu­leik­um til per­sónu­legr­ar út­færslu ekki þar á meðal. „Að gera bíl­inn að sín­um“ hef­ur aldrei verið jafnauðvelt eða þótt jafn­sjálfsagt. Þó ber að hafa í huga að þenn­an bíl, og aðra í sama ódýra, eyðslu­granna A-flokkn­um, ber að skoða með öðrum aug­um en bíla í öðrum flokk­um þegar inn­rétt­ing­in er skoðuð. Til að hafa allt sem ódýr­ast og létt­ast er viðmótið allt með ein­fald­asta móti en gríp­andi út­lit veg­ur þar upp á móti með þeim hætti að mark­hóp­ur­inn – ungt fólk sem vill hafa það gam­an án þess að hafa endi­lega mik­il fjár­ráð – ætti að verða vel sátt­ur við út­kom­una. Það eina sem truflaði var glamrið þegar dyr­un­um er lokað. Hljóðið var ekki nógu þétt og sann­fær­andi.

Lip­ur og snar í snún­ing­um

Eins og við er að bú­ast á þessi bíll best heima í borg­arsnatti þótt hann þurfi frá­leitt að skamm­ast sín á veg­um úti. Und­ir­ritaður prófaði bíl­inn í Hollandi og hann stóð sig bara vel á hraðbraut­un­um, þoldi hraðann án þess að nötra og leið ljóm­andi vel áfram. En hann er frá­bær inni í borg og á jafnn­ett­um bíl með beygjura­díus upp á 4,8 metra má bú­ast við því að Aygo kom­ist ná­lega hvert sem er inn­an borg­ar­mark­anna. Eyðsla í blönduðum akstri eru litl­ir 3,8 lítr­ar og kolt­ví­sýr­ings­los­un­in nem­ur ekki nema 88 grömm­um á kíló­metr­ann. Er það vel. Eitt sinn varð und­ir­ritaður að taka nokkuð skarpa beygju til að forðast að aka inn á reiðhjóla­stíg þegar leiðsögu­kerfið í bíln­um reynd­ist glopp­ótt og þá hallaðist hann óþarf­lega mikið í beygj­unni. Þá er vél­ar­hljóðið sem berst inn í bíl­inn í akstri tölu­vert lægra en í for­ver­an­um en það var á stund­um fer­lega hátt, rétt eins og í eldri kyn­slóðum af Yar­is. Í nýja Aygo-num er ein­angr­un­in til mik­illa bóta.

Sterk­ur val­kost­ur í A-flokki

Allt í allt stenst Aygo-inn öðrum nýj­um bíl­um í sín­um flokki snún­ing, ekki síst þegar haft er í huga að lífs­glöð og hrif­næm ung­menni láta frek­ar stjórn­ast af því hvernig út­lit bíla slær þau held­ur en praktísk atriði. Ekki svo að skilja að Aygo-inn sé eft­ir­bát­ur hvað pláss, eldsneytis­eyðslu eða annað áhrær­ir; hann er aft­ur á móti með sterkt og slá­andi út­lit sem tekið er eft­ir og það gæti und­ir­ritaður sem best trúað að nái tök­um á ungviðinu. Aygo lúkk­ar nefni­lega svo hörku­vel. Það gæti gert gæfumun­inn. Toyota hafa líka gengið lengra en áður í markaðssetn­ingu bíls­ins – sam­an­ber kjör­orðið Go Fun Your­self! – og lík­ast til munu þeir upp­skera að sama skapi.

jonagn­ar@mbl.is