Fara í efni

Aukning í sölu notaðra bíla.

Fréttir

Á síðustu mánuðum hefur almennum bílasölum fjölgað hratt innan Bílgreinasambandsins en alls hafa 13 bílasölur gengið til liðs við BGS.  Til að geta orðið aðilar að BGS þurfa fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði sem og veita fyrirmyndarþjónustu, þmt. að nýta bíló, viðmiðunarreiknivél BGS en hún sýnir viðmiðunarverð á notuðum bílum.  Mikill hugur er hjá þessum fyrirtækjum að gera vel við sína viðskiptavini og þróa starfsemi sína áfram með það markmið að leiðarljósi.

Samkvæmt lauslegri könnun meðal bílasala innan BGS er sala á notuðum bílum nú á fyrstu fjórum mánuðum ársins álíka og á sama tíma í fyrra. En miðað við innsendar tölur um fjölda afsala frá 1. janúar til 30. apríl  er um 6% aukningu að ræða nú miðað við sama tímabil á árinu 2013.

Sá samdráttur er varð í sölu á nýjum bílum um mitt ár 2008 leiddi til þess að skortur er á ákveðnum árgerðum í flota landsmanna og hafa bílasalar orðið áþreifanlega varir við það en þar er helst um að ræða árgerðir 2008- 2010.  Uppúr því fer ástandið batnandi með aukinni sölu á nýjum bílum. Fylgni er á milli sölu nýrra og notaðra bíla og því má vænta þess að töluverð aukning verði í sölu á notuðum bílum nú samhliða aukinni sölu á nýjum bílum og búast bílasalar innan BGS við áframhaldandi aukningu í sölu á notuðum bílum.  Þær bílasölur sem nú þegar hafa gengið til liðs við Bílgreinasambandið eru:

100 bílar, Þverholti 6

Bílaborg, Smiðshöfða 17

Bílahöllin, Bíldshöfða 5

Bílalind, Funahöfða 1

Bílar Korputorgi

Bílasala Íslands, Skógarhlíð 10

Bílfang, Malarhöfða 2

Diesel, Kletthálsi 15

Höfðahöllin, Funahöfða 1

Litla Bílasalan, Eirhöfða 11

MB bílar, Kletthálsi 1

Nýja Bílahöllin, Eirhöfða 11

Stóra Bílasala, Kletthálsi 2