Fara í efni

Anna ekki eft­ir­spurn eft­ir nýja Vit­ara

Fréttir

Frétt af mbl.is

Það hjálpaði Suzuki í gegn­um erfiðustu árin á ís­lenska bíla­markaðinum að geta boðið upp á mjög spar­neytna bíla á þægi­legu verði. „Við kom­umst í gegn­um krepp­una án þess að fara í ein­hverja kollsteypu og þar af leiðandi erum við þeim mun bet­ur í stakk búin að koma sterk inn á markaðinn núna þegar hrunið er að baki,“ seg­ir Úlfar Hinriks­son, for­stjóri Suzuki-umboðsins.

Ekki hef­ur held­ur skemmt fyr­ir að bíla­leig­urn­ar hafa mikið sótt í að kaupa Suzuki-bíla í flot­ann sinn. „Þar mun­ar senni­lega mest um að Suzuki-bíl­ar hafa reynst vera með litla bil­anatíðni. Bæði Swift­inn og Grand Vit­ara hafa verið vin­sæl­ir bíla­leigu­bíl­ar.“

Al­menni bíla­kaup­and­inn kom­inn aft­ur af stað

Úlfar seg­ir söl­una hjá Suzuki hafa auk­ist um á bil­inu 30-40% það sem af er þessu ári. Þá virðist sal­an vera að taka á sig breytta mynd því hinn venju­legi neyt­andi er far­inn að láta meira að sér kveða. „Und­an­far­in ár hafa bíla­leig­urn­ar leikið stórt hlut­verk á ís­lenska bíla­markaðinum en núna upp­lifi ég það að hinn al­menni bíla­kaup­andi er aft­ur kom­inn af stað. Skipt­ing­in var áður þannig að 60-80% af söl­unni voru til bíla­leign­anna en í dag held ég að hlut­fallið sé komið niður í 50%.“

Ætti held­ur ekki að spilla fyr­ir söl­unni að Suzuki hef­ur verið að kynna áhuga­verða bíla til sög­unn­ar á und­an­förn­um miss­er­um. „Stutt er síðan hul­unni var svipt af nýj­um Suzuki Vit­ara sem tek­ur við af gamla Grand Vit­ara, en sá bíll hef­ur verið sölu­hæsti jeppi lands­ins í ár­araðir. Hef­ur nýr Vit­ara fengið gei­pi­lega góðar viðtök­ur bæði hérna heima og raun­ar alls staðar ann­ars staðar svo að verk­smiðjurn­ar anna ekki eft­ir­spurn í augna­blik­inu.“

Suzuki end­ur­lífgaði á dög­un­um gamla línu, Baleno. „Suzuki Baleno er vænt­an­leg­ur í vor og er um að ræða millistærðarbíll, einu núm­eri stærri en Swift­inn, rúm­góðan fjöl­skyldu­bíl og ótrú­lega spar­neyt­inn, þökk sé nýrri kyn­slóð bens­ín­véla með forþjöppu.“

Halda tryggð við merkið

Hver veit svo nema góð frammistaða Suzuki á ár­un­um eft­ir hrun muni verða til þess að styrkja stöðu merk­is­ins á ís­lenska markaðinum til lengri tíma litið. Úlfar seg­ir nefni­lega að marg­ir haldi tryggð við Suzuki eft­ir að hafa kynnst bíl­un­um. „Það eru marg­ar Suzuki-fjöl­skyld­ur til á Íslandi, sem hafa keypt Suzuki í ára­tugi og fær­ist tryggðin við merkið áfram til nýju kyn­slóðanna. Þetta er fólk sem kann að meta að þetta eru bíl­ar sem eru létt­ir á fóðrum og með lága bil­anatíðni. Við höf­um kannski ekki alltaf verið með ný­tísku­leg­asta út­litið, en frek­ar reitt okk­ur á það gamla góða.“

Sem dæmi um íhalds­sem­ina nefn­ir Úlfar smájepp­ann Jimny. Eru mjög skipt­ar skoðanir um út­lit bíls­ins en samt held­ur hann sínu striki, ár eft­ir ár. „Þetta er bíll sem hef­ur verið fram­leidd­ur nær óbreytt­ur í 40 ár. Ekki er verið að gera bíl­inn flókn­ari en hann þarf að vera og er út­kom­an frá­bær ferðabíll fyr­ir tvo, bæði spar­neyt­inn og sterk­ur.“

Of mikið hrært í gjöld­un­um

Hvað snýr að um­gjörðinni sem stjórn­völd skapa bíla­sölu hef­ur Úlfar helst yfir því að kvarta hversu oft eru gerðar breyt­ing­ar á gjaldaum­hverf­inu. „Það er mjög slæmt ef verið er að hræra mikið í gjöld­um á bíl­um, og það jafn­vel ár frá ári. Áhrif­in eru ekki bara á sölu nýrra bíla, held­ur smit­ast yfir í sölu notaðra bíla líka. Nú síðast var verið að kynna hug­mynd­ir um rót­tæk­ar breyt­ing­ar á gjöld­um sem lögð eru á bíla­leigu­bíla,“ seg­ir Úlfar. „Þess­ar tíðu breyt­ing­ar gera allt skipu­lag mun erfiðara, en æski­leg­ast væri að finna end­an­lega lausn og leyfa svo versl­un með öku­tæki að vera í friði.“

Nú þegar efna­hags­lífið er farið að taka við sér á ný gæti líka annað breyst: lit­irn­ir á bíl­un­um. Úlfar seg­ir gráa lit­inn hafa verið alls­ráðandi und­an­far­in ár, enda praktísk­ur lit­ur sem þolir að óhreinkast af ryk­inu og tjör­unni á ís­lensk­um veg­um. „Ég held að hinn al­menni kaup­andi sé að verða bú­inn að fá nóg af þess­ari ein­hæfni og spái því að við för­um að sjá meira af lit­um á göt­un­um. Til marks um litagleðina sjá­um við tví­lita bíla vekja lukku, eins og Suzuki Vit­ara sem er fá­an­leg­ur með hvítu eða svörtu þaki.“

Mótor­hjól­in 1-2 árum á eft­ir

Þegar skrifað er um Suzuki má ekki gleyma að fjalla um mótor­hjól­in. Reglu­lega líta þar dags­ins ljós ný og renni­leg mód­el, hvort sem menn vilja frek­ar víga­leg­an Intru­der, þeys­ast um á Haya­búsu eða fjár­festa í Burgman-vespu til að skjót­ast milli staða.

Úlfar seg­ir mótor­hjóla­söl­una ekki enn hafa náð sér á strik eft­ir hrunið, en það sé í sam­ræmi við það sem ger­ist yf­ir­leitt eft­ir niður­sveiflu. „Þetta er ekki fyrsta krepp­an sem ég upp­lifi, haf­andi starfað í þess­um bransa í 40 ár. Fyrst fara bíl­arn­ir af stað og svo einu til tveim­ur árum síðar fer sala á mótor­hjól­um að glæðast á ný.“ ai@mbl.is

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/09/29/anna_ekki_eftirspurn_eftir_vitara/